-Auglýsing-

Tómatar hafa verndandi áhrif gegn hjarta og æðasjúkdómum

TómatarNú er um að gera að bæta tómötum á matseðil kvöldsins því efnið sem gerir þá rauða virðist hafa verndandi áhrif gegn hjarta og æðasjúkdómum, þar með talið heilablóðfalli.

Efnið carotenoids og andoxunarefnið lycopene eru talin hafa verndandi áhrif gegn heilablóðfalli með því að vernda gegn skaða sem verður á æðum og getur valdið heilablóðfalli. Carotenoids er efni sem gefur grænmeti og ávöxtum gula/appelsínugula litinn og lycopene er efnið sem gerir tómata rauða.

Gerð var rannsókn þar sem kom í ljós að menn sem voru með mesta magnið af lycopene í blóðinu voru 55% ólíklegri til að fá heilablóðfall heldur en þeir sem voru með minnst magn af lycopene í blóðinu.

Meira magn af lycopene virðist vera í elduðum tómötum miðað við hráa tómata. Rannsakendur frá Háskólanum í Verona vilja meina að 80g af sósu gerða úr elduðum tómötum geti minnkað áhrif fitumikillar máltíðar á æðarnar og komið í veg fyrir röskun í æðaþeli. Það er ástand sem kemur á undan æðahrörnun vegna fituútfellinga (e. atherosclerosis), veldur bólgum og getur leitt til hjartaáfalls.

Rannsakendur eru nú að gera klíníska rannsókn þar sem tuttugu menn taka þátt. Helmingurinn mun borða sósu gerða úr elduðum tómötum í kjölfar máltíðar með mikilli fitu í, en hinir borða bara máltíðina en ekki sósuna. Spennandi verður að sjá hvort niðurstöður þessarar rannsóknar munu staðfesta getgátur vísindamannanna.

Því er um að gera að hafa tómata með salatinu í kvöld, eða enn betra að elda þá á einhvern sniðugan hátt, bjóða upp á með matnum og njóta þess að borða fæðu sem getur haft verndandi áhrif gegn hjarta og æðasjúkdómum.

- Auglýsing-

Því má bæta við að hér er að finna umfjöllun um fæðubótarefnið Ateronon þar sem eitt hylki inniheldur sama magn af lykopene og eitt kg. af tómötum. Þessi fæðubót hefur gefið góðan árangur við náttúrulega lækkun á kólesteróli. 

Heimildir má finna hér og hér.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-