-Auglýsing-

Til varnar mjúkum línum kvenna

AdeleGóð heilsa er gulli betri segir máltækið okkar góðkunna. Heilsa og hreysti er eitthvað sem flestir sækjast eftir, vinna að, dreymir allavega um eða eru sammála um að sé ákveðin forsenda annarra lífsgæða. Flest viljum við geta það sem við viljum geta, verið frjáls í líkama okkar og að okkur líði vel.

Undanfarin ár má spyrja hvort áherslan á heilsu hafi á stundum farið ögn yfir línuna ef svo má að orði komast. Hafi farið að snúast meira um útlit en heilsu og hreysti. Ímynd kvenleikans er unnin í myndvinnsluforriti þannig að útkoman er mjókkuð útgáfa af konu, Barbie, sem myndi ekki halda lífi ef raunveruleg væri. Ungar stúlkur berjast við fituna sem enginn sér og fyrirmyndirnar fögru í tímaritum þekkja sig ekki sjálfar á myndum. Við þekkjum þetta öll.

-Auglýsing-

Sumar konur hafa þó náð eða fengið að brjóta af sér þessar kröfur. Jennifer Lopez er eitt frægasta dæmið um konu með línur sem slegið hefur í gegn og fengið mikla athygli fyrir fegurð og hreysti ásamt aðdáun margra fyrir að standa á móti pressunni um að falla í mót hinnar öfgagrönnu konu.

Adele er líka ein af fáum konum sem fjölmiðlar hafa beinlínis varið vegna gagnrýni um að vera of feit (svona fyrir utan þær sem eiga bara að vera feitar af því þær eru náttúrulega svo hressar og það að vera feitar er einhvernvegin svo mikið þær-skrifað með hæðnishroll). Adele svaraði því reyndar til sjálf að henni liði vel eins og hún væri og að hún myndi hugsa um að létta sig ef hennar mjúku línur færu að bitna á heilsu hennar og kynlífi.

Hvað er heilsa?

En já hvað er heilsa? Hvað er hreysti? Hvaða líkamsstærð er heilbrigð? Getur kona með mjúkar línur verið heilbrigð þrátt fyrir að passa ekki inn í staðlaðar myndir samfélagsins af því hvernig konur eiga að líta út? Getur kona með mjúkar línur verið með heilbrigt hjarta?

- Auglýsing-

Konur með mjúkar línur eru oftast flokkaðar sem of feitar. Það eru þessi síðustu kíló sem vantar. Oftast er talað um þessi síðustu 5 til 10 kíló sem bara fara ekki, en sem um leið gefur til kynna að það að vera með mjúkar línur sé ekki nóg. Betur skal ef duga skal og bræða skal mörinn af til að línurnar verði samþykktar af viðkomandi einstaklingi ásamt nær og fjær umhverfi.

Hér eru hins vegar nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

Lágt gott kólesteról HDL (HDL – til að muna hvað er hvað þá er minnisreglan að H í HDL standi fyrir Healthy) segir betur fyrir um hjartasjúkdóma kvenna en hátt vont kólesteról LDL (LDL – til að muna hvað er hvað þá er minnisreglan að L í LDL standi fyrir Lousy). Hvað ætli það þýði? Vonda kólestrólið sem gjarnan er tengt við transfitur, smjör og feitan kropp (ef ekki er um að ræða erfðan eiginleika) er hættuminna fyrir hjartaheilsu kvenna en lágt gott kólestról sem á móti er hækkanlegt með hreyfingu, inntöku á ólífuolíu (1msk á dag) og takmörkun á fæðu með háum sykurstuðli.

Aftur, hvað þýðir þetta? Auðvitað eigum við að huga að vonda kólesterólinu en horfðu á hver mælingin er á góða kólestrólinu þínu þó læknirinn þinn hafi bara áhuga á að ræða það vonda. Ef góða kólestrólið er hátt og þú ert dugleg að hreyfa þig þá getur vel verið að þú sért með heilbrigðan kropp þó hann sé aðeins of stór fyrir Vogue. Aftur, auðvitað er öruggast að hafa vonda kólestrólið lágt líka en ekki gleyma að fyrir konur þá eru meiri líkur á hjartavandamálum ef þær eru með lágt HDL en ef þær eru með hátt LDL.

Maga- og mittisfita spáir meira fyrir um hjartasjúkdóma en hátt BMI. Hvað þýðir það? Konur sem er með það hátt BMI að þær flokkist sem mjúkar eða feitar, bollur eða buddur geta vel verið með heilbrigt hjarta ef fitan dreifir sér ekki mest yfir magasvæðið. Við fitnum mjög misjafnlega og BMI mælir ekki staðsetningu fitunnar heldur magn í hlutfalli við hæð og þyngd. Þegar fitan legst jafnt yfir líkamann og býr til stærri en mjúkar, kvenlegar og fallegar línur, þá er það vel mögulegt að viðkomandi búi við góða hjartaheilsu. Magn fitunnar er nefnilega ekki góð leið til að segja fyrir um heilsu heldur staðsetning hennar.

Þegar vöxtur kvenna er ræddur er honum (einhverra hluta vegna) oft líkt við ávexti og í þeirri líkingu er meiri áhætta fyrir heilsu að vera með eplavöxt en á móti mjög vel mögulegt að vera heilbrigður þrátt fyrir ýturvaxinn peruvöxt. Rannsóknir hafa nefnilega einnig bent til þess að hlutfallið milli stærðar mjaðma og mittis sé það sem skiptir máli, að hafa kvenlegar línur án þess að þær séu endilega í þeim stærðarstöðlum sem settir eru fram í tískublöðunum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að stærri mjaðmir, læri og rass geti vel verið heilbrigt á meðan fitu á maga sé haldið í lágmarki. Það að safna fitu á þessi svæði geti jafnvel, öfugt við maga og mitti, virkað verndandi gegn hjartasjúkdómum.

Konur hafa leyfi til að líta út eins og þær vilja. En útlit og heilsa er ekki það sama. Mjúkar konur geta vel verið heilbrigðar og þær eru oft heilbrigðar þó þær kvarti í spegilinn og feli rassinn. Mjúkar línur eru nefnilega ekki endilega merki leti, stjórnleysis, ofáts og offitu. Mjúkt getur verið val kvenna sem eiga langa og heilsuhrausta framtíð fyrir höndum. Það mikilvæga er nefnilega ekki að líta út eins og Barbie heldur að líða vel, brosa, njóta lífsins, hreyfa sig reglulega því það er gaman (og gott fyrir HDL) og jafnvel að hætta að hugsa um þessi síðustu kíló, ég tala nú ekki um ef þau sitja á réttum stað.

Kv. Mjöll mjúka

- Auglýsing -

Heimildir notaðar í þessum pistli:

Mikilvægar upplýsingar um hjartaheilsu kvenna

Spark People

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-