-Auglýsing-

Tengsl milli geðraskanna og hjartasjúkdóma

ÞunglyndiEinstaklingar sem eru að glíma við geðraskanir eiga í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm eða heilablóðfall heldur en þeir sem eru ekki að glíma við geðraskanir. Þetta gefa niðurstöður nýrrar rannsóknar til kynna sem kynntar voru á árlegu Kanadísku hjarta-og æða ráðstefnunni í Vancouver, Kanada.

Samkvæmt the National Alliance on Mental Illness þá upplifir um 1 af hverjum 4 fullorðnum í Bandaríkjunum einhvers konar tilbrigði geðröskunar yfir ævina. Um það bil 1 af hverjum 17 fullorðnum lifir með alvarlegum geðsjúkdómi, eins og alvarlegu þunglyndi, geðklofa eða geðhvarfasýki.

Fyrri rannsóknir hafa fundið tengsl milli geðraskanna og aukinnar hættu á hjartasjúkdómum. Á síðasta ári sagði Medical News Today meðal annars frá rannsókn sem sýndi tengsl milli geðhvarfasýki, geðklofa, þunglyndis og annarra geðraskanna við auknar líkur á hjartasjúkdómum.

Dr. Katie Goldie leiddi rannsóknarteymi þessarar nýju rannsóknar, en teymið lagði upp með að fá frekari skilning á tengslunum milli geðraskanna og hættu á hjartasjúkdómum. Þau skoðuðu gögn úr almennri Heilsukönnun Kanada. Þar voru meðal annars gögn um einstaklinga með geðklofa, geðhvarfasýki, alvarlegt þunglyndi og kvíðaraskanir.

Rannsakendur skoðuðu einnig lyfjanotkun einstaklinga við geðröskunum. Lyf sem einstaklingar notuðust við voru meðal annars geðrofslyf, þunglyndislyf, róandi lyf og jafnvægislyf. Einnig skoðuðu þeir hjartatengda atburði meðal þátttakenda. Rannsakendur komust að því að einstaklingar sem höfðu glímt við geðröskun á einhverjum tímapunkti á ævinni voru tvisvar sinnum líklegri til að hafa fengið heilablóðfall eða hjartasjúkdóm miðað við þá sem ekki höfðu glímt við geðröskun. Þeir sem höfðu glímt við geðröskun en ekki fengið hjartasjúkdóm eða heilablóðfall áður voru í meiri langtíma hættu á að fá hjartasjúkdóm en þeir sem ekki höfðu glímt við geðröskun. Einstaklingar sem notuðu geðlyf við geðröskunum sínum voru tvisvar sinnum líklegri til að vera með hjartasjúkdóm og þrisvar sinnum líklegri til að hafa fengið heilablóðfall en þeir sem ekki tóku slík lyf.

Dr. Goldie segir að „þessir einstaklingar eru í miklum áhættuhópi, og áhættan er jafnvel meiri hjá einstaklingum með margar geðraskanir“.

- Auglýsing-

Hvað er það sem eykur hættuna á hjartasjúkdómum hjá einstaklingum með geðraskanir?

Teymið kom auga á nokkra þætti sem gætu útskýrt hvers vegna einstaklingar með geðraskanir séu í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma.

Dr. Goldie segir að í fyrsta lagi þá sýni einstaklingar með geðraskanir oft hegðunarmynstur sem auki hættuna á hjartasjúkdómum, þeir fylgi til dæmis lélegu mataræði, reyki, drekki áfengi og hreyfi sig lítið. Dr. Goldie bendir á að um 40-90% af Kanadamönnum sem eru með geðröskun reyki sígarettur, borið saman við 20% af þeim sem ekki glíma við geðröskun.

Dr. Goldie segir að lyf við geðröskunum hafi mikið með aukna hættu á hjartasjúkdómum að gera, en hún segir að slík lyf geti valdið þyngdaraukningu, sem og haft áhrif á niðurbrot líkamans á fitum og sykri. Þetta geti leitt til offitu, sykursýki eða of hás kólestróls.

Hún segir einnig að einstaklingar sem glíma við geðraskanir eigi oft erfitt með að tala um veikindi sín, eða þá að einkenni geðraskananna stoppi þá frá því að leita sér aðstoðar. Hún segir að það þurfi meiri samvinnu og samþættingu milli sviða innan heilbrigðiskerfisins til þess að þessir einstaklingar fái sem besta þjónustu.

Dr. Goldie segir að stimpillinn sem fylgi oft geðröskunum geti jafnvel verið að hafa áhrif á umönnun fagaðila. Hún bendir á að einstaklingar með geðraskanir séu ólíklegri til að fá meðferð sem minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum eða fara í hjartaaðgerðir eins og hjáveituaðgerð.

Einstaklingar með geðraskanir þurfa betra eftirlit heilbrigðisstarfsmanna

Rannsakendurnir vilja meina að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að vera sérstaklega athugult þegar kemur að einstaklingum með geðraskanir. Þeir vilja meina að þessir einstaklingar eigi að fara í reglulegt hjarta heilsumat, fyrir og eftir lyfjatökur eða ákveðinn tíma á lyfjum, og að einnig eigi að bjóða þeim inngrip til að minnka líkurnar á hjartavandamálum.

- Auglýsing -

Dr. Brian Baker starfar við Hjarta- og Heilablóðfallssamtök Kanada, en samtökin sjá einnig um ráðstefnuna sem rannsóknin var kynnt á ásamt Kanadíska Hjarta-og æðasamfélaginu. Hann segir „fyrirbyggjandi úrræði eru þau sömu fyrir fólk með geðraskanir. Það er að borða hollt, hreyfa sig, reykja ekki, minnka stress og minnka áfengisdrykkju. Það að gera jákvæðar heilsufarslegar breytingar er mikilvægt fyrir líkamlega heilsu sem og andlega heilsu“.

Hann bætir einnig við að viðvarandi eftirfylgd sé nauðsynleg fyrir einstaklinga með geðraskanir. Hann segir einnig að þó að ákveðin geðlyf geti aukið hættuna á hjartavandamálum þá vegi ávinningurinn oft þyngra en sú áhætta, því ættu þessir einstaklingar ekki að hætta að taka lyfin sín.

Það ber því að árétta að þessi rannsókn fullyrðir ekkert um orsakasamband milli geðlyfja og hjartavandamála, og því mikilvægt, eins og Dr. Brian Baker bendir á, að einstaklingar sem glíma við geðraskanir haldi áfram að taka sín lyf í samráði við sinn lækni.

Þýtt og endursagt af Medical News Today.

Hanna María Guðbjartsdóttir, hannamaria@hjartalif.is .

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-