-Auglýsing-

Te og kaffi lækkar blóðþrýsting

iStock 000004655091XSmallStór frönsk rannsókn færir te og kaffiaðdáendum góð tíðindi.

Rannsóknin sýndi að te og kaffidrykkja tengdist lítilli en tölfræðilega marktækri lækkun á blóðþrýstingi, bæði efri mörkum (systolic) og neðri mörkum (diastolic). Að auki kom í ljós marktæk lækkun á púlsþrýstingi og hjartsláttartíðni hjá þeim sem drukku te og kaffi þó hjartsláttarlækkunin hafi verið meiri hjá þeim sem drukku te.

Þegar niðurstöðurnar voru kynntar hjá European Society um háþrýsting (ESH), sagði Dr. Bruno Pannier (Centre d‘Investigation Préventives et Cliniques, Paris, France) að í öðrum rannsóknum hefðu komið fram vísbendingar um tengsl á milli te og kaffidrykkju og blóðþrýstings, en þessar rannsóknir hefðu ekki verið afdráttarlausar. Sumar þeirra hefðu gefið til kynna kosti te og kaffidrykkju á meðan aðrar hefðu ekki fundið nein tengsl á milli neyslu þessara drykkja og blóðþrýstings.

Kynntar voru upplýsingar um 176.437 einstaklinga á aldrinum 16 til 95 ára sem voru í reglulegu eftirliti á stofnunni frá árinu 2001 til ársins 2011. Dr. Pannier útskýrði að rannsóknin væri einfaldlega byggð á spurningum þar sem þátttakendur voru spurðir um hversu mikið te og kaffi þeir drykkju á hverjum degi. Einstaklingunum var skipt í þrjá hópa: Þeir sem drukku hvorki te eða kaffi, þeir sem drukku einn til fjóra bolla á dag og að lokum þeir sem drukku mera en fjóra bolla á dag.

Í heildina kom í ljós að meira og oftar er drukkið kaffi en te, en jafnframt var munur á þessu á milli kynja, segir Dr. Pannier. Karlar voru líklegri til að drekka kaffi á meðan konur voru meira fyrir te. Kaffineyslan var einnig verulega tengd tóbaksneyslu, hærra kólesteróli, meiri streitu og hærra skori á þunglyndis mælikvörðum. Teneysla aftur á móti var tengd lægra kólesteróli en streita og þunglyndi sambærilegt.

Þegar búið var að skima eftir þessum og öðrum hugsanlegum truflandi breytum, kom í ljós að bæði te og kaffineysla var tengd marktækri lækkun á efri (systolic) og neðri mörkum (diastolic) blóðþrýstings ásamt öðrum þáttum sem voru skoðaðir.

- Auglýsing-

Hér má sjá greinina á the heart.org í heild sinni og tölulegar upplýsingar.

Á meðan á kynningunni stóð kom fram í máli Dr. Panniers að ekki hefði verið gerður greinarmunur á neyslu á grænu, svörtu eða jurtatei. Auk þess bætti hann við að spurningalistarnir hefðu ekki verið nægjanlega þróaðir til að meta koffein innihald kaffisins sem neytt er í Frakklandi.

Að þessu sögðu, telur Dr. Pannier að te sé mikil uppspretta flavonóíðs (flavonoids) í mataræði, en þetta efnasamband geti aukið teygjanleika æða og gert þær víðari. „Þetta æðaslakandi efnasamband í þessum drykkjarvörum getur átt þátt í því að þessi niðurstaða fékkst, eitthvað sem gögn rannsóknarinnar hafa gefið til kynna, bætir hann við“.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-