-Auglýsing-

Þarf að bíða í tvö ár eftir hjartaaðgerð

GáttatifBið eftir aðgerð til að lækna gáttatif er hátt í tvö ár hér á landi. Ung kona sem greindist með sjúkdóminn í janúar óttast að biðin geti haft alvarlegar afleiðingar. Hún hefur fimm sinnum síðan þá fengið rafstuð til að laga hjartsláttaróreglu.

Inga Jóna Pálsdóttir greindist með gáttatif í janúar og fékk við því lyf. Gáttatif er hraður, óreglulegur hjartsláttur sem getur verið viðvarandi eða komið í köstum. Nokkru eftir að hún greindist fékk hún annað kast og þá dugðu lyfin ekki og var hún send í rafvendingu þar sem hún var svæfð og henni gefið rafstuð. Við það stöðvast hjartað í augnablik og byrjar svo aftur að slá í réttum takti.

-Auglýsing-

Núna bíður hún eftir því að komast í svokallaða brennsluaðgerð en þá er reynt að komast að upptökum gáttatifsins og brenna fyrir. Á meðan hún bíður tekur hún hjartalyf og blóðþynningarlyf. Einungis örfárar aðgerðir hafa verið gerðar hér á landi undanfarin ár og því hefur biðlistinn lengst.

Sigfús Gissurarson, sérfræðilæknir á Hjartadeild Landspítala, segir að um sjötíu sjúklingar séu á biðlista. Hann er nýkominn til landsins og er eini læknirinn sem gerir aðgerðir af þessu tagi hér á landi. Stefnt er að því að gera um 50 til 60 aðgerðir á þessu ári. Því gæti tekið um eitt og hálft ár að gera aðgerð á öllum þeim sem eru á biðlista.

Inga Jóna segir að sér hafi verið brugðið yfir því hversu langur biðtíminn er eftir aðgerð. „Mér brá mjög mikið. Mér finnst það bara ótrúlegt ég get ekki ímyndað mér að ég þarf að vera bara … já veistu ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er bara gapandi yfir því.“
Þegar við töluðum við Ingu Jónu hafð hún farið fjórum sinnum í rafvendingu. Hún fékk annað kast í morgun og fór í rafvendingu í fimmta sinn á innan við þremur mánuðum.

„Þetta getur ekki verið að þetta hafi engin áhrif á hjartað, að þetta hafi ekki slæm áhrif. Ég er myndi ég segja bara frekar hrædd yfir því að þurfa að fara svona oft,“ segir Inga Jóna.

- Auglýsing-

Mikill kostnaður fylgir veikindunum bæði af lyfjum og rafvendingu. Inga Jóna hefur þegar greitt hátt í sextíu þúsund krónur fyrir lyf og rafvendingar síðan í janúar og þá er ekki meðtalinn kostnaðurinn við aðgerðina í morgun. Auk þess hefur hún ítrekað verið frá vinnu vegna sjúkdómsins.

Sigfús segir gáttatif yfirleitt ekki lífshættulegan sjúkdóm. „Hann getur valdið heilablóðföllum, hann getur valdið hjartabilinum getur valdið ýmsum alvarlegum vandamálum en oftast nær ef hann er meðhöndlaður fullnægjandi með lyfjum jafnvel án brennsluaðgerðar þá er hann ekki lífshættulegur og hægt að halda í einhverjum fasa.“

Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif það hefur að fara oft og ítrekað í rafvendingu. „Reynslan hefur sýnt okkur það að það virðist ekki vera skaðlegt að fara jafnvel í mörg stuð,“ segir Sigfús.

Af vef ruv.is 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-