-Auglýsing-

Hjartaheilsa ungs fólks getur haft áhrif á vitræna getu á miðjum aldri

Ungt fólkSamkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku Hjartasamtakanna sem kallast Circulation, þá  getur góð hjartaheilsa þegar maður er ungur aukið líkurnar á góðri vitrænni getu á miðjum aldri. Science Daily fjallaði um málið.

Gerð var rannsókn yfir 25 ára tímabil, þátttakendur voru 3381 talsins og á aldrinum 18 til 30 ára. Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn sem kallast „Coronary Artery Risk Development in Young Adults“ (CARDIA). Blóðþrýstingur, blóðsykur þegar fastandi og kólestról þátttakenda var mælt á tveggja til fimm ára fresti. Rannsakendur mátu heildar hjartaheilsu hvers og eins yfir 25 ára tímabil. Bandarísku Hjartasamtökin telja æskilega stuðla hvað varða hjartað vera efri mörk blóðþrýstings <120 mm Hg, neðri mörk < 80 mm Hg, blóðsykur < 100 mg/dL og kólestról < 200 mg/dL.

-Auglýsing-

Í lok rannsóknarinnar tóku þátttakendur þrjú próf sem skoðuðu vitræna getu, eitt sem skoðaði minni, annað sem skoðaði vitrænan sveigjanleika og það þriðja skoðaði hraða í hugsun.

Þeir sem voru með hærri blóðþrýsting, blóðsykur og kólestról heldur en Bandarísku Hjartasamtökin segja að séu æskileg skoruðu lægra á prófunum sem skoðuðu vitræna getu. Fólkið var á fimmtugs og sextugs aldri í lok rannsóknarinnar þegar það tók prófin. Staðlað skor á prófunum þremur var um 0.06 til 0.30 stigum minna að meðaltali fyrir hvert staðalfrávik frá heildar hjartaheilsu áhættuþáttunum. Staðalfrávik er það hversu mikið frávikið er frá meðaltalinu, hversu mikið áhættuþættirnir (blóðþrýstingur, blóðsykur og kólestról) viku frá meðaltalinu. Rannsakendur töldu þessar niðurstöður vera marktækar.

Kristine Yaffe, M.D., höfundur rannsóknarinnar, taugageðlæknir og prófessor við Háskólann í Kaliforníu-San Francisco segir það vera ótrúlegt að lítillega hækkaðir stuðlar á áhættuþáttum hjartasjúkdóma hjá ungu fólki geti haft áhrif á heilann seinna í lífinu. Hún segir að hér sé ekki verið að tala um vandamál hjá eldra fólki heldur lífstíðarvandamál.

Þetta er ein af fyrstu heildrænu langtímarannsóknunum sem skoðar áhrif aðal áhættuþáttanna fyrir heilablóðfall og hjartasjúkdóma á vitræna virkni hjá þessum aldurshópi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður hjá fólki á miðjum aldri og vitrænni getu seint í lífinu.

- Auglýsing-

Hækkaður blóðþrýstingur, blóðsykur og kólestról eru þrír stórir áhættuþættir fyrir æðakölkun, en það er þegar æðarnar þrengjast smátt og smátt vegna fitu á æðaveggjunum á æðum sem leiða til heilans og hjartans.

Samkvæmt Yaffe, þá eru þessar þrengingar á æðunum sem leiða til heilans líklegasta skýringin á þessum tengslum milli hjarta- og æðaheilsu og vitrænnar getu. Hún segir að rannsakendur séu vongóðir þar sem niðurstöðurnar gefi til kynna að kannski sé hægt að minnka líkurnar á Alzheimers sjúkdómnum og annarri heilabilun með því að leggja áherslu á að hafa stjórn á þessum áhættuþáttum hjá ungu fólki.

Þýtt og endursagt af Science Daily.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-