-Auglýsing-

Tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Elsa_B_Frifinnsdttir_1Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifar eftirfarandi pistil sem birtist í vísi.is.

Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga.

Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði.. Þetta verkefni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja.

Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifærum til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefnum. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni.

Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássumfækkað og sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutningur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna eru starfandi á þeirri stofnun einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu.

Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigðisstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurðar og uppsagna.

- Auglýsing-

Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

www.visir.is 08.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-