-Auglýsing-

Hlutafasta virðist góð fyrir hjartaheilsuna

Morgunverður
Morgunverður

Það að fasta eða stunda lotuföstu (5:2) er talið gott fyrir hjartaheilsuna. Rannsakendur eru þó ekki með á hreinu hvers vegna og gæti þessi tenging verið vegna annarra hátta þeirra sem fasta, engu að síður athyglisvert. Læknirinn Martha Grogan fjallaði um málið á vefsíðu Mayo Clinic.

Það virðist sem svo að það að fasta, að borða ekki né drekka í um 24 klst í einu, geti haft góð áhrif á hjartaheilsuna. Rannsakendur eru þó ekki alveg vissir hvers vegna.

Það er erfitt að segja til um hvaða áhrif það hefur á hjartaheilsuna að fasta vegna þess að margir sem gera það reglulega gera það af trúarlegum ástæðum. Það getur því oft átt við að þetta fólk reyki ekki né drekki áfengi en það getur einnig minnkað líkurnar á hjartasjúkdómi.

Þrátt fyrir það, þá virðist fólk sem fastar vera við betri hjartaheilsu en þeir sem gera það ekki. Þetta getur verið sökum þess að fólk sem fastar reglulega er með góða sjálfstjórn í mataræði og slíkt hegðunarmynstur getur þýtt að þetta fólk borðar heilsusamlegra mataræði þegar það er ekki að fasta.

Tengingin milli þess að fasta tímabundið og betri hjartaheilsu getur einnig tengst því hvernig líkami hvers og eins vinnur úr kólesteróli og sykri. Talið er að það að fasta reglulega geti minnkað slæma kólestrólið sem og betrumbætt það hvernig líkaminn vinnur úr sykri. Þetta getur minnkað hættuna á því að þyngjast og þróa með sér sykursýki, sem hvorugt tveggja eru áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma.

Ef þú ert að íhuga að prófa að fasta tímabundið, er ráðlagt að tala við lækni fyrst. Læknir getur sagt þér hvort það sé ráðlagt fyrir þig og hversu oft sé ráðlagt að gera það, sé það í lagi. Hafðu í hug að það að fylgja mataræði sem er gott fyrir hjartað og það að hreyfa sig reglulega getur einnig bætt hjartaheilsuna þína.

- Auglýsing-

Þess má geta að 5:2 mataræðið sem farið hefur sigurför um heimin gerir ráð fyrir því að þá tvo daga sem fastað er, er ekki algjör fasta heldur neytir fólk 500 til 600 hitaeininga á dag sem líklegt má telja að henti mörgum vel. Sumum virðist henta betur að fasta í 16 tíma og borða eðlilega hina átta og er sú aðferð kölluð 16:8

Þýtt af vefsíðu Mayo Clinic.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-