-Auglýsing-

Kransæðabókin

kransaedabokin2Út er komin ein markverðasta bók seinni tíma að mati okkar hér á hjartalif.is, nefnilega Kransæðabókin. Bókin er sérlega fallega myndskreytt af Íslenskum listamönnum í formi ljósmynda og teikninga. Efni bókarinnar er sett fram á skýran hátt og efni hennar aðgengilegt fyrir hinn almenna lesenda auk þess að vera frábær fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Góð og mikilvæg bók sem óhætt er að mæla með fyrir hjartafólk og alla þá sem láta sér málefnið varða.

Í Kransæðabókinni er að finna gagnlegar og auðlesnar upplýsingar um kransæðasjúkdóm sem hrjáir þúsundir Íslendinga og er ein algengasta dánarorsökin hér á landi. Bókin er samin af 30 íslenskum sérfræðingum; læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum sem flestir starfa á Landspítala og er ætluð almenningi ekki síður en heilbrigðisstarfsfólki. Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson, prófessorar og yfirlæknar.

-Auglýsing-
Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þórgeirsson
Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson ritstjórar bókarinnar

Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma, og eru ¾ þeirra vegna kransæðasjúkdóms. Margir áhættuþættir kransæðasjúkdóms eru vel þekktir eins og reykingar, háþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur og blóðfitur, sykursýki, offita og hreyfingarleysi. Kransæðasjúkdómur er líka algengari í vissum fjölskyldum og hefur ættlægni sjúkdómsins lengi verið þekkt. Ert þú í áhættuhópi að fá kransæðasjúkdóm og hvað getur þú gert til að draga úr þeirri áhættu? Í Kransæðabókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um þennan algenga sjúkdóm sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks heilbrigðiskerfis,m.a. um orsakir, einkenni, greiningu, meðferð og forvarnir. Í bókinni eru einnig ítarlegir kaflar um mataræði og þunglyndi en sýnt hefur verið fram á að þunglyndi getur aukið áhættu á kransæðasjúkdómi.

Á næstunni komum við svo til með að birta valið efni úr bókinni lesendum okkar til fróðleiks.

Kransæðabókin er ríkulega myndskreytt með teikningum og ljósmyndum eftir íslenska listamenn. Bókin fæst í Hagkaup, Bónus og Lyfjaveri og kostar 5.900 kr.

Vefsíða Kransæðabókarinnar

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-