-Auglýsing-

Syrgður um heim allan

Poppgoðsins Michael Jackson hefur verið minnst um allan heim eftir að hann lést í gærkvöldi í Los Angeles fimmtugur að aldri. Banamein hans er talið vera hjartaáfall en niðurstöður krufningar liggja líklega fyrir í dag.

Hver stórstjarnan af annarri vestan hafs hefur minnst Michael Jackson. Quincy Jones sem stýrði upptökum á metsöluplötum Jackson “Thriller”, “Bad” og “Off the Wall” segist vera niðurbrotinn maður. Blökkumannaleiðtoginn Al Sharpton sagði að Jackson hefði rutt brautina fyrir svarta listamenn og verið þeim hvatning. Aðdáendur söfnuðust þannig saman í hinu fræga Appollo-tónleikhúsi í Harlem í New York og sungu vinsælustu lög Jackson.

-Auglýsing-

Mikill mannfjöldi var fyrir utan sjúkrahús Kaliforníuháskóla þar sem Jackson var úrskurðaður látinn eftir að hann var fluttur þangað meðvitundarlaus af heimili sínu. Berry Gordy, stofnandi Motown hljómplötuútgáfunnar sagði að tónlist Jackson eigi eftir að lifa um ókomin ári. Fjölskylda hans hefur beðið um að fjölmiðlar sýni henni tilitssemi á erfiðum tímum en Jermaine Jackson skýrði formlega frá láti bróður síns.

Lík Jackson var í gærkvöldi flutt til krufningar í Los Angeles svo kveða megi upp með vissu úr um dánarorsök hans en athyglin hefur meðal annars beinst að lyfjaneyslu Jackson. Lögregla rannsakar lát poppgoðsins en það þarf þó ekki að þýða að það hafi borið að með saknæmum hætti.

Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, einnig þekkst sem bloggarinn Dídí-Júnit bloggari, býr í Los Angeles. Hún hefur verið aðdáandi Micheal Jacksons lengi. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt,” segir Dröfn og segir að aðdáendur Jacksons syrgi hann mikið.

Michael Jackson var fæddur 29. ágúst 1958. Hljómplötur hans hafa selst í um 800 milljónum eintaka og hann hlaut 13 Grammy verðlaun í gegnum árin. Engum blandast hugur um með fráfalli Jacksons er horfinn af sjónarsviðinu einn af risum dægurtónlistarinnar.

- Auglýsing-

Michael Jackson hafði tilkynnt fyrr á árinu að hans síðustu tónleikar yrðu í O2 tónleikahöllinni í Lundúnum í júlí. Miðar seldust upp á tónleikana, sem áttu að verða 50 alls, á örskömmum tíma. Enda engin furða því söngvarinn á enn söluhæstu plötu sögunnar, Thriller, sem kom út árið 1982. Platan hefur selst í rúmlega eitt hundrað milljónum eintaka. hefur átt nokkrar af söluhæstu plötum sögunnar, Thriller. Jackson hlaut alls 13 Grammy verðlaun á ferlinum.

Fregnir af andláti Jacksons aukið sölu á plötunum hans því á Amazon söluvefnum eru fimmtán söluhæstu plöturnar plötur Michaels Jacksons. Sölulistinn uppfærist á klukkustundar fresti.

Tengdar fréttir
Poppstjarna fallin frá

www.ruv.is 26.06.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-