-Auglýsing-

Svíþjóðarför

Jæja þá er komið að því. Við erum að fara til Svíþjóðar á morgun þar sem að ég kem til með að fara í mat á því hvernig hjartað í mér stendur sig.
Við fórum í mars í fyrra og þá kom það í ljós að hjartað í mér skilar vel sínu í hvíld en þegar álag er sett á það fara hlutirnir að fara úr skorðum.

Niðurstaðan varð sú í fyrra að hjartað í mér dælir mest 9,6 lítrum á mínútu en meðalmaður sem tekur vel á því kannski um 30 lítrum á mínútu. Þess má geta að í hvíld dælir meðalhjartað um 4,9 lítrum á mínútu.

Ég geri mér illa grein fyrir því hvort ég standi í stað eða sé verri en í fyrra. Verð þó að viðurkenna að mér finnst oft á tíðum þegar ég er orðin örmagna upp úr hádegi og þarf að leggja mig tvisvar til þrisvar yfir daginnn, hmmm auk þess að sofa 9 til 10 tíma yfir nóttina, að ég sé verri.

Ég get hinsvegar átt morgna þar sem að mér finnst eins og mér sé eiginlega bara alveg batnað.  Sú brjálsemis tilfinning rennur yfirleitt af mér þegar líður að hádegi. Það er að segja þá er ég farinn að blása eins og hvalur og teygi mig eftir sprengitöflunum þar sem brjóstverkurinn er farinn að hægja á mér.

Á hverjum degi er ég minntur á það að ég sé með hjartabilun. Hugur minn er viljugur til verka og líkami reyndar líka. Nema hjartað.
Hver dagur er dálítið eins og spar-akstur þ.e. það eru bara 5 lítrar á tanknum og spurning hvað ég næ að láta þá endast lengi fram eftir degi.

Suma daga er ég ósköp vanmáttugur yfir þróttleysi mínu og þá helst þegar ég sé unnustuna mína hana Mjöll sinna drengjunum okkar eins og einstæð móðir. Sá eldri er reyndar 10 ára og er ótrúlega duglegur í alla staði. Sá litli er 18 mánaða og það er erfitt að geta stundum ekki haldið á honum nema stutta stund. Á meðan hann er vakandi get ég ekki verið með hann einn nema stutta stund. Annað er mér hreinlega um megn.

- Auglýsing-

Stundum þegar ég leggst á koddan á kvöldin og loka augunum dreymir mig um að ég geti hlaupið mikið og lengi. Sólin skín þá í heiði, ég heyri í vindinum í grasinu og mig dreymir um heilbrigt hjarta.

Hvort að þessi ferð verður til að skýra myndina enn frekar á eftir að koma í ljós. Á meðan á Svíþjóðardvölinni stendur bætast kannski ekki margar nýjar fréttir við á síðunni en Mjöll stefnir að því að leyfa lesendum síðunnar sem áhuga hafa að fylgjast með á hjartavinum hér til hliðar. Sú dagbók ber vinnuheitið Svíþjóð 2007.

Kv. Bjössi

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-