-Auglýsing-

Aðlögunaraðferðir maka hjartaþega

Þessi grein heitir eiginlega: Meðvitað skipulag á hvernig  skuli takast á við stress hjálpar en afskiptaleysi hjálpar ekki: Aðlögunaraðferðir og þunglyndi hjá mökum hjartaþega… eða eitthvað í þá áttina. Tilgangurinn var að skoða þær aðferðir sem  fólk notaði til að takast á við álag hjartaskiptianna og sjá hvort þær aðferðir hefðu áhrif á eða gætu sagt fyrir um hvort makarnir yrðu þunglyndir vegna álagsins. Skemmtileg grein þó niðurstöðurnar hafi nú ekki komið á óvart.

Makarnir notuðu frekar aðferðir sem hjálpuðu þeim við að aðlagast þessum aðstæðum en aðferðir sem gerðu það ekki. Það kom í ljós að þeir sem voru þunglyndir voru frekar að aftengja sig aðstæðunum en að takast á við þær og einnig að þeir sem voru minna þunglyndir voru síður að takast á við aðstæðurnar með því að aftengjast þeim. Einnig kom í ljós að það að takast á við stressið á skipulagðan og meðvitaðan hátt var tengt því að upplifa minna álag.

Sem sagt… það borgar sig að horfast í augu við það sem maður er að fara í gegnum og vera meðvitaður um það hvernig maður tekst á við það sem maður sér!

icon Planning helps….pdf

-Auglýsing-
-Auglýsing-
mjoll
mjoll
Mjöll er klínískur sálfræðingur og hjartamaki. Hún þekki hlutverk aðstandenda hjartasjúklings með hjartabilun vel.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-