-Auglýsing-

Svefnleysi getur haft áhrif

Svefnleysi þarf að meðhöndla eins og hvert annað heilsufarsvandamál samkvæmt skýrslu frá Mental Health Foundation í Bretlandi. Bent er á tengingu á milli svefnleysis og slæmra sambanda, lítillar orku og vanhæfni til að einbeita sér. Lítill svefn hefur þegar verið tengdur við þunglyndi, lélegt ónæmiskerfi og hjartasjúkdóma.
Í skýrslunni er stungið upp á meiri þjálfun fyrir heimilislækna svo þeir þekki frekar einkenni svefnleysis.

Hlutfall fullorðinna sem þjást af svefnleysi í Bretlandi er um 30% en um 6.800 manns tóku þátt í þessari nýju rannsókn á svefnleysi. Kom í ljós að fólk sem átti erfitt með svefn var fjórum sinnum líklegra til að eiga við erfiðleika að stríða í sambandi sínu við makann, þrisvar sinnum líklegra til að vera þunglynt og þrisvar sinnum líklegra til að þjást af einbeitingarskorti en þeir sem fá góðan nætursvefn.

Dr. Dan Robotham, sem var yfir rannsókninni, heldur því fram að fólk geti fest í keðjuverkun þar sem lítill svefn leiðir til andlegra heilsufarsvandamála sem leiða svo til enn verri svefns. Hann segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hvaða áhrif svefnleysi hefur og hvernig það getur brotið mynstur svefnleysis. Læknar eru líka sammála um að það megi ekki lengur hunsa áhrif svefnvandamála, þau hafa áhrif á heilsuna, hagkerfi og daglega hamingju.

Morgunblaðinu 29.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-