-Auglýsing-

Styttri biðtími eftir hjartaaðgerðum

Meðalbiðtími eftir hjartaaðgerðum á árunum 2005-2007 var 3-4 mánuðir að vetri en 4-5 mánuðir að sumri. Árið 2008 var meðalbiðtími 5-6 mánuðir eftir hjartalokuaðgerð, en 3-4 mánuðir eftir kransæðaaðgerð.

Í fyrra var meðalbiðtíminn 4-5 mánuðir vegna hjartalokuaðgerða og 2-3 mánuðir vegna kransæðaaðgerða. Öll árin hefur áætlaður biðtími heldur lengst yfir sumarmánuðina, en í gegnum tíðina hefur biðtími verið lengstur eftir hjartalokuaðgerð sem ekki er flokkuð í forgangi, að því er kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Í byrjun september 2008 voru alls 64 einstaklingar á biðlista eftir hjartaaðgerð. Á haustmánuðum ársins 2008 var gert átak og hjartaaðgerðum fjölgað upp í allt að átta aðgerðir á viku. 1. desember 2008 hafði fækkað um næstum helming á biðlistanum.

www.mbl.is 18.06.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-