-Auglýsing-

Stúlkan með hjörtun tvö

Sextán ára bresk stúlka sem fæddist með alvarlegan hjartagalla og var vart hugað líf hefur náð undraverðum bata eftir að læknar græddu í hana aukahjarta. Í Bretlandi hefur hún verið kölluð stúlkan með hjörtun tvö.

Hannah Clark fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hjarta hennar var helmingi stærra en í öðrum nýburum og sló ekki sem skyldi. Fyrstu ár ævinnar var hún mjög veik og læknar töldu hana oftar en einu sinni aðeins eiga nokkra mánuði ólifaða.  Þegar  hún var 2ja ára var grætt í hana hjarta úr 5 mánaða stúlku.  Frá 2ja ára til 10 ára aldurs var Clark því með tvö hjörtu. 

Á meðan nýja hjartað sló jafnaði hjarta hennar sig.  Þegar hún var 10 ára hafnaði líkami Clarks gjafahjartanu og það var fjarlægt. Þá vissu læknar ekki hvort hennar eigið hjarta væri nógu sterkt til að þola álagið.  Nú, nokkrum árum síðar er Clark fullhraust og hjarta hennar starfar eins og í hverjum öðrum heilbrigðum unglingi.

Foreldrar hennar segja hana fulla orku og sérstaklega lífsglaða.  Læknar Clarks segja bata hennar töfrum líkastan.  Jafnframt sýni þessi aðgerð að hjörtu fólks geti jafnað sig af alvarlegum sjúkdómum.  Sagt var frá Clark í nýjasta hefti læknaritsins Lancet.   

 

frettir@ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-