-Auglýsing-

Stórkostlegur hátíðarfugl

Stórkostlegur hátíðarfuglMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að stórkostlegum hátíðarfugli frá Holta

Trönuberjasulta

1 poki trönuber
100 g sykur (sama magn af sykri og berjum)
Smá púrtvín
Sjóða við vægan hita í eina klst.
Það má bragðbæta með salti og hlynsírópi (maple syrup)

Fylling

- Auglýsing-

1 poki fyllingarblanda frá Kosti
hálfur laukur
1 sellerístöng
5 stórir sveppir
Lesið vel leiðbeiningar á fyllingarblöndunni og byggið á þeim. Allt saxað og sett á pönnu og kraumað þar til það verður mjúkt. Síðan sett saman við mixið og bleytt með rjóma, bræddu smjöri og smá kjúklingasoði. Um tíu blöðum af saxaðri salvíu bætt út í. Fuglinn er fylltur og afgangur settur í ofnfast mót og fuglinn bakaður.

Sósan

Vængir, háls og innmatur steikt í potti ásamt lauk, gulrót og selleríi. Lárviðarlaufi, piparkornum og smá tómatkrafti bætt í vatn og soðið í um eina klst. Sósan sigtuð og þykkt með sósujafnara. Rjóma bætt út í og kjúklingakrafti ef þarf.

Sætkartöflumús

3 sætar kartöflur bakaðar í hýði í ofni á 200 gráðum þar til þær eru mjúkar.
Hýði flett af og kartöflur maukaðar í potti. Smá smjöri bætt í og salti og pipar ásamt einni msk. hunangi (má sleppa).

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-