-Auglýsing-

Enn um egg og hjartasjúkdóma

iStock 000015642288XSmallFlestir eru orðnir meðvitaðir um að egg eru einfaldlega góð og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af eggjum, jafnvel þó við séum ekki á lagkolvetnamataræði eða aðhyllumst ekki þá speki.

Axel F. Sigurðsson hjartalæknir sem heldur úti mataraedi.is gerði góða úttekt á þessu fyrr á árinu sem rétt er að rifja upp.

-Auglýsing-

Ýmsar rannsóknir benda til að tengsl séu á milli hás kólesteróls í blóði og tíðni hjarta-og æðasjúkdóma. Sérstaklega virðist svokallað LDL-kólesteról (low density lipoprotein cholesterol) tengjast aukinni hættu á þessum sjúkdómum. Þótt hlutverk kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma sé ekki fyllilega skilgreint, hefur löngum þótt rétt að mæla gegn mikilli neyslu kólesteróls. Slíkt er talið geta hækkað magn LDL-kólesteróls í blóði og þar með aukið líkurnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Bandaríska hjartasjúkdómafélagið (American Heart Association) mælir með því að dagleg neysla kólesteróls í fæðu sé ekki meiri en 300 mg á dag.

Egg innihalda umtalsvert magn af kólesteróli, í einu eggi eru allt að 210 mg. Því hafa lýðheilsuyfirvöld á vesturlöndum oft varað við eggjaneyslu, nema annarri inntöku kólesteróls sé haldið í lágmarki, annars er hætt við að dagleg neysla kólesteróls fari vel yfir ráðlögð mörk. Hins vegar liggur fyrir að egg eru næringarrík og ódýr fæða sem inniheldur tiltölulega lítið magn af hitaeiningum miðað við næringargildi. Í eggjum er talsvert magn mikilvægra vítamína, steinefna og umtalsvert magn prótína og ómettaðra fitusýra. Ómettaðar fitusýrur geta hugsanlega dregið úr hættunni á að fá hjarta-og æðasjúkdóma. Því hafa möguleg tengsl eggjaneyslu við hjarta-og æðasjúkfóma löngum verið umdeild.

Nú hafa kínverskir vísindamenn í samvinnu við starfsbræður sína við Harvard háskólann i Boston gert mjög umfangsmikla samantekt (meta-analysis) á rannsóknum sem skoðað hafa tengsl eggjaneyslu og hættunnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar þann 7. janúar s.l. í tímaritinu British Medical Journal .

Samantekt vísndamannanna náði til 17 rannsókna sem skoðuðu tengsl eggjaneyslu við hjartaáföll (kransæðastíflu) annars vegar og heilablóðföll hins vegar.

- Auglýsing-

Rannsóknin sýndi að engin fylgni er á milli eggjaneysu og tíðni hjartaáfalla. Engar rannsóknir skáru sig úr hvað þetta varðar. Þá fannst heldur engin fylgni milli eggjaneyslu og hættunnar á heilablóðfalli. Í stuttu máli: Þeir sem borðuðu að jafnaði 5-10 egg á viku voru ekki í meiri hættu á að fá hjarta-og æðasjúkdóma en þeir sem borðuðu engin egg. Rannsóknin getur ekki svarað því hvort enn meiri eggjaneysla sé skaðleg.

Þegar sjúklingar með sykursýki voru skoðaðir sérstaklega virtist sem tengsl væru á milli eggjaneyslu og hættunnar á hjartaáfalli. Hins vegar virtist minni hætta vera á heilablóðfalli hjá sykursjúkum eftir því sem eggjaneysla var meiri. Vísindamennirnir benda þó á að þessar niðurstöður beri að túlka varlega, enda sé hér um mun færri einstaklinga að ræða en í heildarhópnum. Fleiri rannsóknir þurfi til að varpa frekara ljósi á þessar niðurstöður.

Rétt er að benda á að þótt egg innihaldi mikið af kólesteróli, leiðir eggjaneysla til mjög óverulegrar hækkunar á kólesterólmagni í blóði. Þó er rétt að taka fram að þetta getur verið einstaklingsbundið og getur eggjaneysla hækkað kólesterólmagn í blóði hjá sumum einstaklingum. Hins vegar hafa margar rannsóknir sýnt að mjög veik tengsl eru á milli neyslu kólesteróls og hættunnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknir hafa einnig bent til að eggjaneysla geti aukið magn stórra LDL og HDL agna sem getur dregið úr hættunni á hjarta-og æðasjúkdómum.

Í bæklingi Hjartaverndar um kólesteról, sem má finna hér, má lesa eftirfarandi texta: “Hrogn og eggjarauður, hvort heldur eru úr hænueggjum eða svartfuglseggjum, eru hins vegar kólesterólríkustu fæðutegundir sem völ er á. Því er skynsamlegt að takmarka neyslu þeirra við tvö til þrjú egg í viku.”

Í bæklingi Landlæknisembættisins, sem má finna hér, má lesa eftirfarandi: “Því er rétt að takmarka neyslu fæðutegunda sem hafa mest kólesteról, en það eru fyrst og fremst eggjarauða, lifur, hjöru og nýru”.

Margt bendir til að endurskoða þurfi ofangreindar leiðbeiningar í ljósi nýrrar vitneskju.

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-