-Auglýsing-

Sparnaðaraðgerðir vega að þjónustu Landspítala

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Landspítala segja að sparnaðaraðgerðir séu farnar að vega að þjónustu spítalans við landsmenn og stöðu hans sem háskólasjúkrahúss. Er skorað á stjórnvöld og yfirstjórn Landspítalans að bæta kjör heilbrigðisstétta á spítalanum.

Í yfirlýsingu segir, að erfiðlega hafi gengið að manna allar stöður sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa á Landspítalanum undanfarin ár. Þar sé fyrst og fremst um að kenna lélegum launakjörum og miklu vinnuálagi.

„Landspítalinn er flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og þar er að finna mestu sérþekkingu allra heilbrigðisstétta. Það veldur því miklum áhyggjum þegar reynsla og sérþekking starfsmanna er ekki metin að verðleikum og spítalinn missir hæft starfsfólk til annarra starfa. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðsviði vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktafyrirkomulagi er gott dæmi um það.

Almenningur á Íslandi vill góða heilbrigðisþjónustu og hún verður ekki veitt nema með fullnægjandi mannafla. Það er því brýnt að gera átak í launamálum heilbrigðisstétta á Landspítalanum og fjölga nemum í heilbrigðisgreinum,” segir m.a. í yfirlýsingunni.

www.mbl.is 31.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-