-Auglýsing-

Fjölskyldan helsta áhyggjuefni sjúkra

„Það er mikið áfall að greinast með alvarlegan sjúkdóm, hvort sem það er krabbamein eða einhver annar sjúkdómur, og fólk fer ósjálfrátt að hafa áhyggjur af ýmsu tagi. Þá þykir því oft gott að ræða við þriðja aðila, jafnvel með maka sínum, og algengt er að prestar komi inn í þá vinnu. Stóra spurningin við þessar aðstæður snýr iðulega að fjölskyldunni. Hvað verður um mitt fólk? Hvernig mun því farnast þegar ég verð farinn? Það er mun algengara að fólk ræði þessi mál við okkur en áhyggjur sínar af lokastigum læknismeðferðarinnar. Í mörgum tilvikum hefur fólk sætt sig við eigin dauða en hefur áfram áhyggjur af sínum nánustu alveg fram í andlátið,“ segir séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur.

Hann segir það þó koma fyrir að sjúklingar spyrji hann álits á því hvort takmarka eigi meðferð við lífslok. „Í meginatriðum er trúarlega svarið við þeirri spurningu hið sama og læknavísindin myndu gefa, þ.e. við styðjum ekki meðferð sem þjónar ekki hagsmunum sjúklings. Af því leiðir að við gerum ekki athugasemdir við það að meðferð sé hætt, þyki einsýnt að hún skili ekki lengur árangri.“

-Auglýsing-

Bragi segir að þeir sem eru ungir að glíma við alvarlega sjúkdóma standi yfirleitt frammi fyrir annars konar verkefnum en þeir sem eldri eru. Þá reyni alvarleg veikindi barna verulega á foreldra enda geri fólk almennt ráð fyrir því að koma börnum sínum til fullorðinsára.

Hvað verður um mann?

Hann segir trúarlegar spurningar iðulega vakna við þessar aðstæður. „Hvað er að deyja? Hvað verður um mann? Þá á fólk stundum eftir að gera upp ýmis mál, jafnvel gömul mál sem aldrei hafa verið rædd eða afgreidd. Allt skiptir þetta máli þegar fólk finnur að hinsta stundin er í nánd. Þá getur sjúkdómsferli verið ákaflega erfitt, bæði fyrir sjúklinginn og hans nánustu. Sjúklingar geta breyst í útliti, persónuleikinn tekið breytingum o.s.frv.“

Eitt af því sem Bragi getur þurft að ræða við skjólstæðinga sína er ótti þeirra við kviksetningu sem hann segir algengari en margan grunar. „Þegar þessi ótti kemur upp hef ég þá vinnureglu að greina lækni frá því þannig að þetta sé hreinlega skráð í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Það er mjög mikilvægt að vinna á móti þessum ótta.“

- Auglýsing-

Morgunblaðið 30.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-