-Auglýsing-

Spara 400 milljónir til áramóta

MEÐ margháttuðum aðgerðum hyggst Landspítalinn hagræða í rekstri um 400 milljónir króna til áramóta. Nákvæm útfærsla liggur ekki fyrir eða hvort grípa þurfi til uppsagna en Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að reynt yrði eftir fremsta megni að komast hjá uppsögnum starfsmanna.

Helstu aðgerðir eru þær að breyta á sólarhringsdeildum í dagdeildir eða fimm daga deildir, loka á tveimur skurðstofum, lækka bifreiðakostnað, lækka kostnað við innkaup á lyfjum og öðrum aðföngum og lækka kostnað við endurmenntun starfsfólks. Herða á reglur um breytilega yfirvinnu frá og með 15. september og þeir fá ekki endurnýjun í starfi sem hafa verið með tímabundnar ráðningu t.d. unglæknar og nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar. Þá verður ekki ráðið í störf þeirra sem hætta á spítalanum vegna aldurs. Einnig verður þeim tilmælum beint til starfsmanna að þeir sem eiga inni ótekið orlof geri það frá 1. október til 31. desember í samráði við yfirmenn.

-Auglýsing-

Mikil áhrif af gengishruni

Áður en Hulda efndi til fréttamannafundarins ásamt Birni Zoëga, framkvæmdastjóra lækninga, sem mun gegna starfi Huldu í ársleyfi hennar, höfðu starfsmenn spítalans fengið kynningu á stöðunni, horfum í rekstri og aðgerðum framundan.

Hulda sagði að tekist hefði að mestu leyti að ná fram þeim markmiðum sem sett voru fyrir þetta ár án þess að draga úr þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra, þ.e. að fækka legudögum, fjölga sjúklingum á dag- og legudeildum, stytta biðlista eftir aðgerðum og draga úr yfirvinnu. Gerð var krafa um hagræðingu í rekstri upp á 2,8 milljarða króna á þessu ári, eða 7,5% af fjárlögum þessa árs. Hulda sagði það hafa tekist að stórum hluta ef ekki hefði komið til gengishruns, sem hafði m.a. áhrif á innkaup á lyfjum og hærri afborganir af erlendum lánum sem tekin hafa verið vegna tækjakaupa.

Með gengisáhrifunum náðust aðeins 40% af hagræðingarkröfunni en ella hefði hlutfallið orðið um 70%.

- Auglýsing-

Að óbreyttu stefndi í 1,6 milljarða króna halla á þessu ári en með boðuðum aðgerðum til áramóta er vonast til að hallinn verði í kringum 1,2 milljarðar. Hallinn fyrstu sex mánuði ársins var 825 milljónir króna, þar af voru 325 milljónir vegna gengisþróunar.

Fram kom á fundinum með Huldu og Birni að fyrirsjáanlegur hallarekstur væri á næsta og þar næsta ári og þá gæti spítalinn þurft að grípa til enn meiri hagræðingar. „Það skiptir mig miklu máli að starfsfólk hefur náð gríðarlegum árangri á spítalanum en því verðum við að grípa til harðari aðgerða þar sem enginn er varasjóðurinn,“ sagði Hulda.

Morgunblaðið 05.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-