-Auglýsing-

Hjartaáföllum fækkað um 20%

Hjartaáföllum hefur fækkað um rúm tuttugu prósent eftir að reykingabann á opinberum stöðum var innleitt hér á landi fyrri túmum tveimur árum. Hjartalæknir á Landspítalanum segir þetta sýna hve óbeinar reykingar séu hættulegar heilsu fólks.

Rétt um átján prósent íslensku þjóðarinnar reykir í dag samanboriði við um þrjátíu prósent fyrir nokkrum árum síðan.
1. júní 2007 var innleitt bann við reykingum á öllum opinberum stöðum og veitingahúsum.  Á Landspítalanum var gerð rannsókn á öllum þeim sjúklingum sem komu í kransæðaþræðingu á fimm mánaða tímabili fyrir og eftir reykingabannið. Þetta var fólk sem fengið hafði hjartaáfall eða hjartadrep. 
 
Niðurstaðan sýndi að hjartaáföllum hjá körlum hafði fækkað um 21% eftir að reykingabannið var innleytt.  Ekki var merkjanlegur munur hjá konunum. Þórainn Guðnason, hjartalæknir flutti um þetta erindi á nýlegu Evrópuþingi hjartalækna í Barselóna.
Þórarinn segir dánartíðni af völdum reykinga skipta hundruð ár hvert hér á landi.

www.ruv.is 05.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-