-Auglýsing-

Sonurinn dó í örmum Johns

John Travolta reyndi að koma syni sínum til bjargar skömmu eftir að hann fékk hjartaáfall í kjölfar alvarlegs flogaveikikasts á Bahama-eyjum um hátíðarnar.

“Ég reyndi allt hvað ég gat, munn við munn-aðferðina í tuttugu mínútur, og svo komu sjúkraliðarnir og tóku við en allt kom fyrir ekki,” segir John Travolta þegar hann lýsir atburðarásinni í kringum dauða sonar síns, Jett Travolta. Jett var aðeins sextán ára þegar hann fékk banvænt flogakast í fríi fjölskyldunnar á Bahama-eyjum um helgina en hann hafði glímt við Kawasaki-sjúkdóminn frá tveggja ára aldri. John og eiginkonan, Kelly Preston, fylgdu syninum í sjúkrabíl þar sem reynt var að koma honum til bjargar.

Að sögn sjúkraliðans Marcus Garvey, sem kom á staðinn, var þetta erfið stund eins og gefur að skilja. Bæði John og Kelly grátbáðu Jett um að vakna til lífsins, aftur og aftur. Garvey sagði við vefsíðuna Radaronline.com að þau hefðu bæði barist fyrir lífi sonar síns og beðið sjúkraliðana um að koma honum til bjargar. Garvey bætir því við að Travolta hafi sýnt af sér einstaka auðmýkt og þakkað þeim fyrir störf sín þegar allt var yfirstaðið. “Hann klappaði mér á öxlina og sagði mig hafa gert allt sem ég gat,” segir Marcus.

Náinn vinur Travolta, lögfræðingurinn Michael McDermott, sagði við fjölmiðla í gær að hann tryði því að leikarinn hefði fengið að eiga kveðjustund með syni sínum. “Ég er viss um að Jett dó í örmum föður síns,” sagði McDermott. Svo virðist sem Travolta-fjölskyldan hafi verið vel undir það búin að Jett kynni að fá slíkt flog.

Hann var með öryggishnapp í öllum herbergjum sem hann dvaldist í auk þess sem tvær fóstrur fylgdu honum við hvert fótmál. Önnur þeirra, Jeff Kathrein, kom að Jett þar sem hann lá meðvitundarlaus á baðherberginu.

Þá voru skynjarar í svefnherberginu sem fylgdust grannt með andardrætti Jetts og hann svaf aldrei einn. Þar að auki var fylgst með öllum ferðum hans inn á baðherbergið. “Jeff Kathrein var komin inn í herbergið aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann fékk flogið og var hjá honum á meðan John var sóttur,” útskýrir lögfræðingurinn. Travolta-fjölskyldan sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau sögðust þakklát fyrir allan stuðninginn.

- Auglýsing-

“Við höfum fengið margar samúðarkveðjur víðs vegar að úr heiminum og viljum þakka öllum fyrir bænir þeirra og stuðning. Það hefur skipt okkur miklu máli og minnir okkur á góðvild mannsandans sem gefur okkur von um bjartari framtíð,” segir í henni.

Fréttablaðið 06.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-