-Auglýsing-

Sólin hefur góð áhrif á hjartað

Hamingja í sólinni
Hamingja í sólinni

Hvort sem því er að þakka að þáttakendur í danskri rannsókn stundi meiri útivist og lifi heilsusamlegra lífi eða liggja meira í sólbaði virðist sólin jákvæð áhrif á hjartaheilsu. Er þar með sett spurningamerki við þau útbreiddu ráð að forðast eigi að verða fyrir sólargeislum eins og kostur er.

Rannsóknin sem framkvæmd var fyrir nokkrum misserum bendir til þess að sólböð hafi óvænt jákvæð áhrif á heilsu. Þrátt fyrir sterk tengsl við húðkrabbamein fundu vísindamenn það út að sólin virðist minnka líkurnar á hjartaáföllum og ótímabærum dauðsföllum og hafa ótvíræða kosti fyrir heilbrigði beina.

-Auglýsing-

Breskir vísindamenn benda þó á að húðkrabbamein getur drepið.

Danska rannsóknin

Teymi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn kannaði sjúkraskýrslur allrar Dönsku þjóðarinnar 40 ára og eldri -meira en fjórar milljónir manna- og komust að því að þeir sem höfðu greinst með krabbamein í húð sem ekki var sortuæxli voru fjögur prósent ólíklegri til að hafa fengið hjartaáfall en aðrir.

Þeir voru helmingi ólíklegri til að látast ungir og gögnin bentu til þess að bein þeirra væru sterkari .

” Gögnin í heild sinni gefa óbeint til kynna að geislar sólar kunni fyrir marga einstaklinga hafa jákvæð áhrif á heilsu og setja þeir því spurningamerki við þau útbreiddu ráð að geisla sólar ætti að forðast,“ greina vísindamennirnir frá í International Journal of Epidemiology.

- Auglýsing-

Húðkrabbamein

Húðkrabbamein sem er ekki sortuæxli þróast í efri lögum húðarinnar og er eitt af algengustu krabbameinum í heiminum.

Það er áætlað að 100.000 ný tilfelli komi upp í Bretlandi á hverju ári, en líkur á lækningu eru miklar og dánartíðni lág.

Það er ólíkt alvarlegri og sjaldgæfari tegund, sortuæxli sem getur breiðst hratt út til annarra hluta líkamans og veldur dauða 2.000 manns í Bretlandi á hverju ári.

Til samanburðar þá greindust á árunum 2007-2011 að meðaltali 20 karlar og 28 konur með sortuæxli á Ísland og að meðaltali létust 5 karlar og 4 konur á ári af sjúkdómnum.

Breskir sérfræðingar efast um niðurstöðurnar. Dr Claire Knight hjá krabbameinsrannsóknum í Bretlandi, sagði:

„Of mikil UV geislun frá sólinni eða ljósabekkjanotkun er helsta orsök húðkrabbameins.

Öll þurfum við D-vítamín

Við þurfum öll einhverja sól í lífi okkar til að fá D-vítamín sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina. En lykillinn er að njóta sólarinnar á öruggan hátt og forðast sólbruna.“

Dönsku vísindamennirnir slógu þó varnagla með því að segja að sólardýrkendur högnuðust hugsanlega með því að fá meira D-vítamín í kroppinn, sem hefur fjölmarga jákvæða heilsufarslega eiginleika. Það gæti líka verið að þessir einstaklingar séu heilbrigðari og stundi meiri útivist og betri lífsstíl.

- Auglýsing -

Hér á landi þurfum við að huga vel að D-vítamíninu þar sem ekki er óalgengt að gildi þess mælist lág hjá Íslendingum þannig að mátulegir skammtar af sól eru okkur í rauninni nauðsynlegir. Það er því kærkomið að fá þessa dýrðardaga sem koma nú hver á fætur öðrum hér í norðrinu.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-