-Auglýsing-

Sólarvítamínið: D-vítamín

D-vítamínD-vítamín er stundum kallað sólarvítamín vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Auk þess fáum við D-vítamín úr fæðunni.

D-vítamín er fituleysanlegt þ.e. líkaminn geymir umframmagn af D-vítamíni í lifrinni til betri tíma. D-vítamín er nauðsynlegt til að skjaldkirtill og fleiri kirtlar starfi eðlilega. Það hindrar tannskemmdir og tannrótarbólgur auk þess að koma í veg fyrir beinkröm. Þar sem D-vítamín gegnir lykilhlutverki í viðhaldi beina, með því að stuðla að upptöku kalks, fosfórs og annarra steinefna verður æ algengara að bætt sé D-vítamíni í kalktöflur. Rannsóknir á beinþéttni hjá eldri borgurum leiða ítrekað í ljós nauðsyn þess að þeir taki inn D-vítamín til að koma í veg fyrir beinþynningu. Fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við.

D-vítamín er að finna í feitum fiski eins og laxi, síld og lúðu. Mest er þó af því í þorsklifur, enda er unnið úr henni lýsi sem er auðugt af D-vítamíni. Einnig er nokkuð af D-vítamíni í fræspírum, sveppum, sólblómafræjum, mjólkurafurðum, sem er farið að d-vítamínbæta vegna skortseinkenna sem var farið að bera á hér á landi auk þess sem sem D-vítamín er að finna í eggjum.

Hjá börnum er helsta einkenni D-vítamínskorts beinkröm, tannskemmdir og kyrkingslegur vöxtur. Einkenni hjá fullorðnum eru m.a. lystarleysi, þróttleysi, vöðvaslappleiki, önuglyndi, ótímabær öldrun og beinþynning. Þegar skorturinn er kominn á alvarlegt stig verða beinin mjúk og aflagast. Skortur á D-vítamíni er talinn gera karla veikari fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli og ristli en konur veikari fyrir brjóstakrabbameini. Á Heimasíðu landlæknis þá má sjá þessar viðmiðunarráðleggingar.

Hvað eru ráðlagðir dagskammtar?

Ráðlagðir dagskammtar fyrir vítamín og steinefni eru gefnir sem meðaltal fyrir daglega neyslu yfir lengri tíma. Þeir eru það magn sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks, eða 97% einstaklinga. Við ákvörðun skammtanna er tekið tillit til þess að þarfir fólks eru breytilegar. Þörf flestra fyrir næringarefni er lægri en þetta, en í sumum tilfellum geta einstaklingar þó þurft meira af næringarefnum en gildin segja til um, t.d. séu þeir með ákveðna sjúkdóma. RDS-gildin eru fyrst og fremst hugsuð til að skipuleggja matseðla og meta næringargildi fæðis fyrir hópa fólks.

Hver eru efri mörk fyrir neyslu D-vítamíns?

Viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðalneyslu fyrir D-vítamín, þ.e. daglegrar neyslu í langan tíma, eru 100 µg á dag (4000 AE) fyrir fullorðna og börn yfir 11 ára aldri, 50 µg (2000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 µg (1000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri. Skammta umfram efri mörk ætti aðeins að taka í samráði við lækni.

- Auglýsing-

Erfitt getur reynst að fá 10 μg, hvað þá 15 μg eða 20 μg af D-vítamíni úr fæðunni einni saman. Að jafnaði gefur íslenskt mataræði 4–5 μg á dag af D-vítamíni, en getur gefið allt að 6–10 μg á dag hjá þeim sem borða feitan fisk a.m.k. einu sinni í viku og nota D-vítamínbætta mjólk daglega.
Enn sem fyrr er fólk því hvatt til að taka D-vítamín sérstaklega í formi bætiefna, annað hvort lýsi eða D-vítamínpillur.

Heimildir:
Heilsa.is og Landlæknisembættið

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-