-Auglýsing-

Deildu streitunni með einhverjum sem svipað er ástatt fyrir

StreitaÖll finnum við fyrir streitu í ákveðnum aðstæðum. Rannsókn sem Medical News Today sagði frá nýverið sýnir að betra er að leita til þeirra sem upplifa sömu tilfinningar eða svipaða streitu, og þannig getur maður minnkað sína eigin.

Ný rannsókn sýnir að ef maður finnur fyrir streytu þá sé gott að deila því með einhverjum sem líður eins í samskonar aðstæðum, það er líklegra til að minnka streitutilfinninguna frekar en að deila því með einhverjum sem finnur ekki fyrir streitu.

Yfirrannsakandinn, Sarah Townsend, aðstoðar prófessor í University of Southern California Marshall School of Business í Los Angeles segir að niðurstöður þessarar rannsóknar geti verið hjálplegar fyrir fólk sem finnur fyrir streitu í vinnunni.

Hún segir að þegar viðkomandi er til dæmis að setja saman mikilvæga kynningu eða vinna að mikilvægu verkefni þá geti það verið aðstæður sem viðkomandi upplifi sem ógnandi og finnur fyrir aukinni streitu. Það að tala við vinnufélaga sem líður eins getur aftur á móti hjálpað við að minnka streituna.

Í rannsókninni tóu þátt 53 kvennkyns nemendur og áttu að undirbúa og halda ræðu sem tekin var upp á vídeo. Áður en þátttakendur héldu ræðuna þá voru þeir paraðir saman og hvattir til að ræða um hvernig þeim liði í þessum aðstæðum.

Rannsakendur mældu tilfinningaástand þátttakenda og hversu ógnandi þeir upplifðu það að halda ræðu. Einnig mældu þeir streituhormónið cortisol, á meðan á ræðunni stóð og eftir hana.

- Auglýsing-

Samkvæmt rannsakendum þá sýna niðurstöðurnar að það að deila ógnandi aðstæðum með manneskju sem er í svipuðu tilfinningalegu ástandi getur minnkað það að viðkomandi upplifi hærra stig sreiturnnar sem yfirleitt fylgir ógnandi aðstæðum.

Prófessor Townsend segir að niðurstöðurnar staðfesti tilgátuna þeirra um að eftir því sem það eru meiri líkindi með tilfinningaástandi einstaklinga því meira megi tengja það við minnkað cortisol viðbragð og það að upplifa minni streitu.

Í öðrum orðum, ef þú ert að vinna við streituvaldandi aðstæður í vinnunni, ert til dæmis að vinna að mikilvægu verkefni, þá getur það hjálpað að tala við vinnufélaga sem upplifir yfirleitt svipaðar tilfinningar þar sem það getur hjálpað við að minnka streituna.

Þýtt og endursagt af Medical News Today.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-