-Auglýsing-

Snjallúr sem fylgist með hjartaheilsu

Nýja Apple úrið er öflugt tæki til að fylgjast með hjartaheilsu.

Nýjasta afurð Apple sem kynnt var í síðustu viku er eitthvað sem er mjög áhugavert fyrir okkur hjartafólk. Úrið er kallað Apple Watch 4 og er það markaðssett sem heilsutæki – tæki sem stuðlar að heilsu einstaklings með því að fylgjast með hjartslætti og skynjar hreyfingu.

Ef notandi er með óreglulegan hjartslátt er hann látinn vita af því og úrið getur tekið hjartalínurit. Þetta eru fyrstu endurbætur á úrinu frá því það kom út árið 2015. Þegar úrið kom fyrst á markað voru gagnrýnendur í vafa um til hvers úrið væri yfir höfuð en með tímanum hafa áherslur Apple skýrst. Í dag virðist markmiðið skýrt – notandinn er öruggari með úrið á sér, það er orðið öflugt lækninga og heilsutæki.

„Appleúrið er orðið snjall verndari heilsunnar,” sagði Jeff Williams, yfirmaður hjá Apple.
Hann var sérlega ánægður með hjartalínuritið í úrinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem viðskiptavinir okkar geta tekið hjartalínurit og deilt með lækninum sínum.“
Þá er úrið útbúið sérstökum fallskynjara sem skynjar hvort að sá sem ber það á sér hafi dottið. Sendir skynjarinn skilaboð á skjáinn og býður notendanum að hringja í neyðarlínuna ef þörf sé á.

Vestanhafs verður úrið verðlagt frá 399 dollurum eða 45 þúsund krónum.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-