-Auglýsing-

Eldum rétt (Kynning)

Við fögnum því að við höfum fengið nýjan aðila með okkur í lið á hjartalif.is en það er fyrirtækið Eldum rétt sem útbýr þúsundir máltíða í hverri viku sem fólk svo eldar sjálft. Af þessu tilefni langar okkur til að kynna Eldum rétt og hvernig þjónusta þeirra getur stutt við þá sem þurfa að létta álagið sem fylgir innkaupum og auðvelda fólki að velja hollari kosti í mataræði.

Í kjölfar þess að greinast með hjarta og æðasjúkdóm eða önnur heilsufarsleg vandamál þarf oft að huga að breyttum lífsstíl og breyttu mataræði. Sumir þurfa að léttast á meðan aðrir þurfa að velja sér hollari kosti. Þetta reynist mörgum erfitt og algengt af fólk fari fljótlega í gamla farið.

-Auglýsing-

Álagið í kjölfar veikinda er oft mikið og leita þarf allra leiða til að létta sér lífið og auðvelda lífsstílsbreytingar. Ein af lausnunum getur falist í því að gera innkaup auðveldari og fá tilbúna matarpakka með öllum hráefnum og elda svo sjálf/ur. Slíkt fyrirkomulag hefur rutt sér til rúms hér á landi á síðustu árum og hefur reynst mörgum fjölskyldum vel til að létta álagið við innkaup auk þess að vera góð uppspretta hugmynda í matargerð. Þar kemur Eldum rétt með lausnir sem létta lífið.

Ein af nýjungunum hjá Eldum Rétt er Heilsupakkinn en þar er stuðst við leiðbeiningar Landlæknisembættisins þegar kemur að hitaeiningafjölda þannig að í hver skammtur fari ekki yfir 700 hitaeiningar. Heilsupakkinn hentar þeim sem vilja velja hollari kost og huga að heilsunni. Í Heilsupakkanum er lögð áhersla á trefjaríka fæðu ásamt grænmeti í ríkum mæli. Pakkinn inniheldur fisk-, grænmetis-, kjúklinga- og kjötrétti. Alls þrír réttir á viku sem þú sérð um að elda. Unnum vörum og hvítum sykri er haldið í lágmarki og kolvetnin eru gróf og hægmeltanleg. Boðið er upp á Heilsupakkann fyrir tvo eða þrjá fullorðna.

Annar valkostur er Paleo eða svokallað „steinaldarfæði“ sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en í paleo eru engar mjólkur- eða kornvörur, ekkert hveiti og engar unnar matvörur. Paleo hentar breiðum hópi og sérstaklega vel þeim sem eru með mataróþol.
Fyrirtækið býður einnig upp á Sígilda pakkann sem er elsti og vinsælasti matarpakkinn. Sá pakki er sniðinn til að henta sem flestum og í hverri máltíð er að finna fisk, kjöt eða kjúkling. Hægt er að velja um pakka fyrir tvo eða fjóra auk þess sem mögulegt er að bæta við 50% meira kjöti ef það hentar.

Við þetta má bæta að áður en matarpakki er pantaður þá er hægt að skoða helstu næringarupplýsingar við hvern rétt s.s. orka (kcal), protein, fita og kolvetni. Sömuleiðis má finna upplýsingar um helstu ofnæmisvalda í hverjum rétti.

- Auglýsing-

Það er óhætt að fullyrða að þetta er áhugaverður kostur og þess virði að kynna sér málið frekar á vefsíðu fyrirtækisins eldumrett.is ef þú telur þetta henta þinni fjölskyldu.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-