-Auglýsing-

Slökkviliðsstörf hættuleg hjartanu

Það leikur enginn vafi á því að slökkviliðsmenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélagi manna en ef marka má nýja rannsókn þá er starfið hinsvegar ekki gott fyrir hjartað því slökkviliðsmenn eru sagðir líklegri en aðrir til að deyja af völdum hjartabilunar.

Fram kemur í rannsókninni, sem The Harvard School of Public Health gerði, að þrátt fyrir augljósar hættur líkt og brunasár og innöndun reyks við störf þá er „meginorsök dauðsfalla hjá bandarískum slökkviliðsmönnum við skyldustörf hjartasjúkdómar sem stafa af völdum kransæðastíflu“.

Heilt yfir litið þá má rekja 45% dauðsfalla slökkviliðsmanna sl. áratug til hjarta- og æðasjúkdóma, samanborið við 22% hjá lögreglumönnum, 11% hjá læknum hjá bráðamóttöku og 15% í öðrum starfsgreinum, að því er segir í niðurstöðuskýrslu vísindamannanna

Skoðaðar voru upplýsingar varðandi þá slökkviliðsmenn sem létust við skyldustörf milli áranna 1994 og 2004, að undanskildum þeim sem létust við skyldustörf í New York eftir hryðjuverkaárásirnar þann. 11. september árið 2001.

Stefanos Kales, sem fór fyrir rannsókninni, segir að rannsóknina hafa leitt það í ljós að hættan á því að látast af völdum kransaæðastíflu sé áberandi mest þegar slökkviliðsmenn séu að berjast við að ná tökum á eldsvoða, að svara útkalli, snúa aftur frá útkalli eða þegar þeir eru að gera ákveðnar líkamlegar æfingar.

Af þeim 1.144 slökkviliðsmönnum sem létust við skyldustörf á umræddu tímabili þá má rekja dauða 39% þeirra til hjarta- og æðasjúkdóma.

- Auglýsing-

Rannsóknin verður birt á morgun í vísindaritinu New England Journal of Medicine.

Mbl.is 21.03. 2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-