-Auglýsing-

Skrifstofufólk hættara við að fá blóðtappa segir í nýrri ran

Það getur beinlínis verið lífshættulegt fyrir fólk að sitja langtímum saman við skrifborðið að því er segir í nýrri rannsókn sem vísindamenn við The Medical Institute í Nýja Sjálandi hafa gert. Þeir segja að fólk sem geri slíkt eigi í meiri hættu á að fá blóðtappa sem geti síðan reynst fólkinu banvænn.

Vísindamennirnir komust að því að þriðjungur þeirra sjúklinga sem voru fluttir á sjúkrahús með segamyndun í djúpum bláæðum ganglima (deep vein thrombosis, DVT), hafi verið skrifstofufólk sem hafði setið langtímum saman við tölvu.

-Auglýsing-

Rannsóknin mun verða birt í New Zealand Medical Journal.

Fram kemur í frétt BBC að blóðtappinn sem geti myndast, þá oftast í fótum, geti ferðast til hjartans, lungnanna eða til heilans. Það getur valdið brjóstverk, andateppu eða leitt fólk til dauða, þá úr hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Ástandið hefur verið kallað „almenningsfarrýmis heilkennið“ sökum þess að þeir sem eiga í mestri hættu að fá blóðtappa eru farþegar sem ferðast langar vegalengdir í flugvélum, og hafa auk þess ekkert rými til þess að teygja úr sér.

Nýsjálensku vísindamennirnir rannsökuðu 62 manna úrtak fólks sem hafði verið flutt á sjúkrahús vegna blóðtappamyndunar. Þeir komust að því að 34% þeirra hafði setið langtímum saman við skrifborðið eða tölvuna.

- Auglýsing-

Til samanburðar má nefna að 21% höfðu nýlega ferðast með flugi yfir langa vegalengd. Vísindamennirnir gerðu sér hinsvegar grein fyrir því að mun fleiri sitja lengi við skrifborðið heldur en þeir sem fljúga lengi.

Richard Beasley, sem fór fyrir rannsókninni, segir að sumir skrifstofustarfsmannanna sem fengu blóðtappa hafi setið við tölvuna í 14 klukkustundir á dag.

„Sumir þeirra sátu í um þrjá eða fjóra tíma samfleytt án þess að standa upp,“ sagði Beasley.

Morgunblaðið13.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-