-Auglýsing-

Skapaði vélkonu í stað kærustu

Kanadískur uppfinningamaður, sem fullyrðir að honum hafi aldrei gefist tími til að finna sér mennska kærustu, hefur skapað sína eigin fullkomnu konu að eigin mati, þ.e.a.s. vélkonuna Aiko. Uppfinningamaðurinn, sem er 33 ára gamall, segir að Aiko geti annast allt sem hann óskar, frá hreingerningu til þess að blanda uppáhaldsdrykkinn hans og lesa fyrir hann fyrirsagnir blaðanna.

„Rétt eins og alvöru kon þá sýnir hún viðbrögð við því að vera snert á vissan hátt,“ sagði hugbúnaðarsérfræðingurinn Le Trung um uppfinningu sína við breska blaðið Sun í dag. „Ef þú grípur í hana eða kreistir hana of fast, þá reynir hún að slá þig. Hún hefur öll skynfærin nema lyktarskyn.“

-Auglýsing-

Orðið Aiko þýðir í raun „barn ástarinnar“ á japönsku en Le Trung þverneitar því að hann hafi skapað sér vélmenni til að stunda kynlíf með. „Aiko er táknmynd þess sem gerist þegar vísindin og fegurðin mætast,“ segir hann um þetta hjartfólgna sköpunarverk sitt. Hann bætti því þó við að stilla mætti hugbúnað vélkonunar þannig að hún virðist vera að fá fullnægingu.

Smíði Aiko hefur kostað Le Trung um 21.000 dollara sem hann borgaði að miklu leyti með því að selja bílinn sinn og með kreditkortum. Með hjálp styrktaraðila vonast Trung hinsvegar til þess að geta eytt næstu árum í að fullkomna hugbúnað Aiko og bæta við hæfileika hennar, þar á meðal hæfni hennar til að ganga.

Hann leggur þetta hinsvegar ekki bara á sig sjálfum sér til skemmtunar: „Ég fékk hjartaáfall og ég hugsaði með mér að einhvern daginn gæti ég kannski þurft á ummönnun að halda allan sólarhringinn.“

www.mbl.is 11.12.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-