-Auglýsing-

Sjúkraskýrslur aðgengilegar á netinu

Sjúkraskýrslur tugþúsunda Dana eru aðgengilegar á netinu, án þess að viðkomandi einstaklingar viti um það eða hafi verið spurðir um leyfi. Um slíkar skýrslur á að ríkja algjör leynd.

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði danska vikuritsins Ugeskrift for læger. Ástæða þess hve auðvelt er að nálgast sjúkraskýrslur er sú að þegar vísindamenn eða lyfjafyrirtæki birta skýrslur með tilheyrandi línuritum á netinu er með einföldum hætti hægt að skyggnast í það sem liggur á bak við línuritin, semsé upplýsingar um einstaklingana.

Auk upplýsinga um heilsufar viðkomandi og nánustu fjölskyldu hans, geyma skýrslurnar margskonar aðrar upplýsingar um viðkomandi einstakling, hvar hann  býr, hvar hann vinnur og hve lengi hann hefur gegnt viðkomandi starfi, hvar hann vann áður og fjölskylduhagi svo fátt eitt sé nefnt.  

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem vinna slíkar skýrslur nota annað hvort forritin Excel eða Powerpoint sem bæði eru frá fyrirtækinu Microsoft.

Danska tölvueftirlitið segir að Microsoft beri mikla ábyrgð á því hve auðvelt sé að komast í frumgögn með þessum hætti en bendir á að sá sem notar þessi tilteknu forrit til að birta skýrslur beri þó höfuðábyrgðina.

www.ruv.is 01.12.2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-