-Auglýsing-

Sjúkraflutningar batni

Lagt er til að bæta sjúkraflutninga á landinu á 23 vegu, í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fyrir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Bæta þarf menntun, stórefla rafræna skráningu og lagt er til að sjúkraflutningar í lofti og á láði verði sameinaðir, sé grundvöllur fyrir því.

Nefnd heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga sem ráðherra skipaði eftir umræðu síðasta sumar, leggur til verulegar breytingar á skipan mála. Sex manna fagráð taki við af sjúkraflutningaráði landlæknis. Skipulag sjúkraflutninga fylgi skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi.

-Auglýsing-

Innan hvers umdæmis verði skipulagið svo útfært nánar af hálfu samráðsnefnda heilbrigðisstofnana þar. Ný reglugerð verði gefin út um rekstur sjúkraflutninga. Allir sem sinni sjúkraflutningum noti svonefnd tetrafjarskipti. Rafræna skráningu í sjúkraflutningum þarf að stórefla og tryggja að upplýsingar á vettvangi skili sér í sjúkraskýrslu á viðkomandi heilbrigðisstofnun, og til þeirra sem taka við sjúklingunum.

Þá vill nefndin að minnst tveir löggiltir sjúkraflutningamenn með grunnmenntun verði í hverjum sjúkrabíl, komið verði á skilvirku kerfi vettvangshjálparliða og að núverandi reglugerð um menntun sjúkraflutningamanna verði endurskoðuð.

Nefndin leggur einnig m.a. til að grunnnám sjúkraflutningamanna verði eflt og lengt, að unnt verði að meta það til eininga inn í framhaldsskóla og að kannað verði í samráði við menntamálaráðuneytið hvort að grunnnám sjúkraflutningamanna eigi fremur heima innan framhaldsskólakerfisins. Einnig eru tillögur um að leita leiða til að koma á sérnámi í sjúkraflutningum á háskólastigi hér á landi.

www.ruv.is 18.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-