-Auglýsing-

Sjónvarpsgláp dregur þig til dauða

Ef það var ekki vitað fyrir þá hefur það verið sannað. Langvarandi seta fyrir framan tölvu- eða sjónvarpskjá hefur slæm áhrif á heilsuna. Ástralskir vísindamenn hafa komist að því að sjónvarpsgláp og tölvunotkun eykur líkur á hjartasjúkdómum um átján prósent, jafnvel þótt að viðkomandi einstaklingar stundi líkamsrækt og séu ekki yfir kjörþyngd. Sjónvarpsglápið eykur einnig líkurnar á krabbameini um átta prósent.

Rannsóknin náði til átta þúsund einstaklinga sem horfa á sjónvarp í meira en fjóra tíma á dag. Vandamálið er þó ekki glápið heldur langvarandi seta. „Dagleg störf fólust áður í því að standa á lappir og hreyfa vöðva líkamans en í dag gengur allt út á að sitja,“ segja vísindamennirnir. Ráðleggja vísindamennirnir almenningi að forðast það að sitja tímunum saman og auka daglega hreyfingu sína.

-Auglýsing-

www.dv.is 13.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-