-Auglýsing-

Sjálfvirkt stuðtæki sannaði gildi sitt í tvígang á tveimur dögum

Sjálfvirkt hjartastuðtæki sem Helga Guðbjartsdóttir gaf lögreglunni á Ísafirði til minningar um eiginmann sinn Hjört Jónsson sannaði gildi sitt rækilega í síðustu viku. Lögreglumenn fengu tækið í fyrrasumar og komu því fyrir í þeim bíl sem mest er notaður. Á fimmtudag fékk kona hjartastopp í íþróttahúsinu á Torfnesi og voru lögreglumenn fyrstir á staðinn. „Hjartað komst þá í gang og svo kom sjúkrabíllinn með sitt tæki. Síðan þurfti að senda tækið til Reykjavíkur til að lesa upplýsingar sem það skráir um sjúklinginn frá því það er lagt á hann. Umboðið var snöggt að lesa úr tækinu, skipta um batterí og senda til baka, sem var eins gott því 12 mínútum eftir að tækið var aftur komið í bílinn kom annað útkall“, segir Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn.

Þar hafði maður fengið hjartastopp í Ísafjarðarkirkju. Lögreglumenn voru aftur fyrstir á vettvang með tækið sem sannaði þar aftur gildi sitt, í annað sinn á tveimur dögum. Aðspurður segir Önundur að farið hafi verið yfir notkun tækisins á sínum tíma með öllum lögreglumönnum og Maron Pétursson sjúkraflutningsmaður muni fara enn betur yfir málin á morgun.

„Tækið er svo auðvelt í notkun. Þegar kveikt er á því birtast myndir og tækið talar við þig og gefur þér leiðbeiningar. Tækið les púlsinn og ákveður sjálft hvenær það gefur stuð“, segir Önundur.

Þrjú tæki sem þessu eru í lögreglubílnum á svæðinu, eitt á Ísafirði, eitt á Patreksfirði og eitt á Hólmavík. Tækið kostar um 180 þúsund með viðeigandi festingum í bíl.

www.bb.is 05.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-