-Auglýsing-

Höfða mál gegn Actavis

HÖFÐAÐ hefur verið mál í Bandaríkjunum á hendur Actavis vegna hjartalyfsins Digitek, sem Actavis innkallaði í lok apríl. Lögmaður málshefjenda, Michael Weinkowitz, segir í samtali við Wall Street Journal, að verið sé að sækja um heimild til að breyta málinu í svokallaða fjöldamálsókn (e. class action suit), sem þýðir að fjöldi fólks getur sameinast um eitt mál.

Digitek er selt undir merkjum Bertek, sem er félag í eigu Mylan Pharmaceuticals Inc. og undir merkjum UDL Laboratories. Ein af verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum framleiðir lyfið fyrir þessi fyrirtæki, en málshefjendur hafa einnig höfðað mál gegn Mylan og UDL.

-Auglýsing-

Skortur á upplýsingagjöf
Actavis innkallaði lyfið eftir að við gæðaeftirlit félagsins fannst ein tafla af tvöfaldri þykkt. Þar sem ekki var hægt að staðfesta með fullri vissu að engin slík tafla hefði farið í umferð var talið öruggast að innkalla lyfið. Lyfið er hættulegt sé það tekið í of stórum skömmtum.

Weinkowitz segir að engar upplýsingar hafi fengist frá Actavis um lyfið fyrir utan það sem kom fram í fréttatilkynningu vegna innköllunarinnar og að almenningur hafi því ekki fengið nægar upplýsingar um umfang vandans. Meðal skjólstæðinga Weinkowitz er kona sem segist hafa upplifað aukin hjartavandræði auk klígju og svima. Annar skjólstæðingur heldur því fram að hann hafi orðið fyrir nýrnaskemmdum vegna neyslu lyfsins.

Í stefnunni segir að lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum, Food and Drug Administration, hafi gert athugasemdir við að í verksmiðju Actavis í New Jersey hafi skort á að reglubundnar öryggisskýrslur kæmust til skila og segir í stefnunni að hluti hinna gölluðu Digitek-taflna hafi komið úr þeirri verksmiðju.

Actavis vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

- Auglýsing-

Í hnotskurn

» Digitek er samheitalyf frumlyfsins Digitalis, en lyfið er hjartalyf, ætlað að styrkja hjartavöðvann.
» Eins og mörg önnur lyf getur Digitek verið hættulegt í of stórum skömmtum og því þótti ástæða til að innkalla lyfið þegar Actavis fann of stóra Digitek-töflu.
» Ekki er vitað hve margir standa að málshöfðuninni, en þeim gæti fjölgað verði málinu breytt í fjöldamálsókn.

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is

Morgunblaðið 13.05.2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-