-Auglýsing-

Setur reglur um transfitusýrur

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum. Reglur á Íslandi verða að danskri fyrirmynd samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Rannsóknir sýna að neysla á transfitusýrum eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og eru í þeim efnum taldar mun skaðlegri en önnur fita.
Iðnaðarframleiddar transfitusýrur sem um ræðir myndast þegar olía er hert að hluta.

-Auglýsing-

Danir hafa gengið á undan öðrum þjóðum með því að banna að magn slíkra transfitusýra í matvælum fari yfir 2. gr af hverjum 100. gr fitu. Nokkrar aðrar Evrópuþjóðir hafa nú fetað sig í sömu átt og í Bandaríkjunum og Kanada er skylt að geta um magn transfitusýra við merkingu matvæla.

Talið er að meðalneysla Íslendinga á transfitusýrum hafi farið lækkandi á undanförnum árum en jafnframt eru vísbendingar um að ákveðinn hluti fólks neyti meira af trans-fitusýrum en þau viðmið sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur birt.

www.visir.is 09.11.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-