-Auglýsing-

SEGÐU FRÁ!

jn_PllErum við öll ódauðleg? Því miður er það ekki satt. Dagurinn kemur til okkar allra, hvort sem við erum tilbúin eða ekki.

Ef þið viljið vera líffæragjafar, segið þá ykkar nánustu frá. Það er næstum óréttlátt á þvílíkri sorgarstundu að spyrja nánustu ættingja um líffæragjöf, á dánarstundu barns eða annars náins ættingja. Þetta er spurning sem starfsfólk sjúkrahúsana þarf að spyrja. Ef afstaðan er fyrirfram vituð, þá verður léttara að svara, þess vegna: segðu frá! – þín og ættingja þinna vegna.

Nú eru liðnar 7 vikur síðan ég fékk nýtt hjarta. Ég get aldrei fundið réttu lýsingarorðin yfir það þakklæti sem ég finn til þeirra sem komu að því að gefa mér líf eftir lífið sem stöðvaðist hjá einstaklingi sem ég þekki ekki neitt.

Nokkrum mínútum eftir að farið var með mig inn á skurðdeild var farið með konu á svipuðum aldri og ég á næstu skurðstofu. Við vorum síðan saman í nokkra sólarhringa á sömu stofu á gjörgæsludeildinni og kynntumst síðar lauslega, þegar við vorum bæði komin á almenna deild. Þó að ég fái það aldrei staðfest, enda mun ég ekki reyna að fá það staðfest, eru mjög miklar líkur á að konan hafi fengið tvö ný lungu og bris frá sama einstaklingi og ég fékk hjartað frá. Eitt í viðbót fékk konan og það voru nýjar hartalokur, þær fékk hún örugglega ekki frá hjartanu sem ég fékk. Þegar hún sagði mér frá þessu, rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði samþykkt að gefa lokurnar úr mínu veika hjarta, því þær voru það eina sem var í lagi, í hjartanu sem að öðru leiti var eins og sprungin þvagblaðra, samkvæmt lýsingu sem ég fékk frá svæfingalækni mínum.

Ég hef fengið líf eftir líf og ég vona svo sannarlega, að sem flestir hafi möguleika á sama tækifærinu og ég hef fengið. Til þess að svo megi verða þá þurfa okkar nánustu að vita afstöðu okkar – segðu frá !

Jón Páll Haraldsson, bjartsýnn og þakklátur hjartaþegi.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-