-Auglýsing-

Samið við Svía um hjartaaðgerðir á börnum

Sjúkratryggingar Íslands  og Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð skrifuðu í dag undir samning um hjartaskurðaðgerðir á börnum.

Að sögn Sjúkratrygginga stendur sjúkrahúsið í Lundi einna fremst á Norðurlöndum í hjartaskurðlækningum og með samningnum náist umtalsverð lækkun á kostnaði frá fyrri samningi við Barnaspítalann í Boston auk þess sem að ferðatími styttist og ferðatíðni eykst. 

Stofnunin segir, að samningurinn nái til um 20 barna á ári og geti falið í sér lækkun kostnaðar úr 400 milljónum króna í 300 milljónir.  Ferðakostnaður sjúklinga og aðstandenda og uppihald aðstandenda muni einnig lækka um allt að 25% frá því sem verið hefur.

Þetta er þriðji stóri samningurinn sem Sjúkratryggingar gera í samstarfi við Landspítalann um brýna meðferð erlendis.  Fyrir eru í gildi samningar við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg um líffæratöku og líffæraígræðslu og við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi um stofnfrumumeðferð.

www.mbl.is 03.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-