-Auglýsing-

Á annað hundruð Íslendingar deyja skyndidauða á hverju ári

Af og til heyrast fregnir, innan lands sem utan, af skyndilegum dauðsföllum ungs fólks í blóma lífsins sem virðist hafa verið heilsuhraust fram að því. Slíkar fréttir vekja óhug og margir spyrja sig eflaust hvort þeir sjálfir séu í áhættuhópi eða gætu lent í því að falla skyndilega frá.

Davíð O. Arnar er sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum hjá Landspítalanum. Hann segir að þótt skyndidauði sé frekar algengur á Vesturlöndum sé hann fremur sjaldgæfur meðal ungs fólks undir fertugu.

Aðspurður um skilgreiningu á hvað skyndidauði sé og hvað valdi honum segir Davíð að almennt sé hægt að skilgreina skyndidauða sem óvænt dauðsfall sem á sér stað innan við klukkustund frá því að einkenni hófust. Algengustu ástæðurnar séu hjartastopp en það verði í langflestum tilfellum vegna alvarlegra takttruflana frá sleglum sem eru í neðri hólf hjartans.

Hann segir að einkenni geti gert vart við sig fyrir hjartastopp en hjá þeim sem hafa kransæðasjúkdóm sem grunnorsök kemur oft fram brjóstverkur, jafnvel vikum eða mánuðum fyrr. „Því ætti brjóstverkur sem stendur í meira en nokkrar mínútur, ekki síst hjá þeim sem hafa áhættuþætti kransæðasjúkdóms, að vera tilefni til þess að fara í skoðun hjá lækni.“

Þá geta einkenni eins og hjartsláttaróþægindi, svimi eða yfirlið verið vísbending um alvarlegan hjartasjúkdóm og gæti verið fyrirboði hjartastopps. Þessi einkenni geta komið fyrir hjá öllum aldurshópum. Við nánari skoðun reynast þó fæstir þeirra sem hafa þessi einkenni vera með hættulegan sjúkdóm.

„Það eru ekki til nákvæmar tölu um skyndidauða hérlendis en við áætlum að vel á annað hundrað manns deyi skyndidauða hérlendis árlega.“ Það byggist á tölum frá nágrannalöndunum. Hann bætir við að skyndidauði verði ekki einungis vegna hjartastopps heldur séu önnur vandamál sem valdið skyndidauða svo sem heilaáföll, en þar sé oft um að ræða heilablæðingu, blóðtappa í lungum og bráða öndunarbilun vegna til dæmis astma.

- Auglýsing-

Gunnhildur Steinarsdóttir (gunnhildur@dv.is)+

www.dv.is 02.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-