-Auglýsing-

Sameining tveggja bráðamóttakna

TVÆR stærstu bráðamóttökur Landspítala sameinast í lok mars 2010 í eina bráðadeild sem verður í Fossvogi. Hún verður á tveimur hæðum, í núverandi húsnæði slysa- og bráðadeildar og á næstu hæð fyrir ofan. Einn inngangur verður á bráðadeildina og er hann í smíðum auk breytinga á núverandi húsnæði.

Bráðavakt niðri og gönguvakt uppi

Þjónustu bráðadeildarinnar verður skipt í bráðavakt og gönguvakt, en árlega leita um 73.000 einstaklingar á bráðadeild Landspítala. Við komu á bráðadeildina verða einstaklingar flokkaðir samkvæmt bráðaflokkunarkerfi í 5 flokka, þar sem flokkur 1 er mjög bráður vandi og flokkur 5 minni háttar vandi. Því lægri flokkun sem einstaklingur fær þeim mun bráðari telst vandinn og hann fer framar í forgangsröð en sá sem flokkast hærra.

Bráðavakt, sem verður á neðri hæðinni, annast bráðveika einstaklinga og gönguvakt þá sem eru minna veikir og slasaða. Gönguvakt verður á hæðinni fyrir ofan núverandi slysa- og bráðadeild og flyst starfsemin þangað miðvikudaginn 20. janúar. Þar verður gönguvaktin opin virka daga frá kl. 08:00 til 23:00 og um helgar og á hátíðisdögum kl. 12:00 til 20:00.

Umfangsmikið verkefni

Sameining þessara tveggja bráðamóttakna er umfangsmikið verkefni þar sem breyta þarf vinnuferlum, skipulagi mönnunar og húsnæði. Unnið er að breytingum á húsnæði samhliða flutningi gönguvaktar og standa þær yfir fram í lok mars. Starfsfólk bráðadeildar biður fólk sem þarf að fá þjónustu deildarinnar að taka tillit til þessa. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þessar miklu skipulagsbreytingar valdi sem minnstri röskun á þjónustunni. En um leið viljum við minna á að nú sem fyrr er hægt að leita með ýmis bráðavandamál til heilsugæslustöðva, s.s. sár, tognun á ökkla og fleira þess eðlis.

Engin breyting verður á þjónustu bráðamóttökunnar á Hringbraut fyrr en í lok mars.

- Auglýsing-

GUÐRÚN BJÖRG

SIGURBJÖRNSDÓTTIR,

verkefnastjóri verkefnastofa Landspítala.

ÓFEIGUR ÞORGEIRSSON,

yfirlæknir slysa- og bráðadeildar.

RAGNA GÚSTAFSDÓTTIR, deildarstjóri slysa- og bráðadeildar.

Frá verkefnastjóra á Landspítala, yfirlækni og deildarstjóra slysa- og bráðadeildar

Morgunblaðið 19.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-