-Auglýsing-

Hjartavernd uppgötvar gen

Vísindamenn Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar í samvinnu við alþjóðlegan hóp vísindamanna hafa fundið 9 genasvæði sem tengjast innra leiðslukerfi hjartans.

Þessar rannsóknar niðurstöður birtust í dag í vefriti hins virta vísindatímarits Nature Genetics. Rannsóknin náði til tæplega 29000 einstakling og er samvinna 7 stórra hóprannsókna þ.á.m. Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar en Vilmundur Guðnason prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar leiddi hópinn að hálfu Hjartaverndar.

Innra leiðslukerfi hjartans hefur verið rannsakað með hjartalínuritum í yfir 100 ár og er það eitt af mikilvægari tækjum í hefðbundinni læknisfræði í dag. Ítarlegri þekking á þeim þáttum sem stýra innri leiðslu og samdrætti hjartans opna fyrir nýja möguleika til að greina fyrr alvarlegar hjartsláttartruflanir eins og gáttaflökt en 5 af þessum genasvæðum sem fundust í erfðamenginu tengjast eðlilegri leiðni í hjartanu og einnig gáttaflökti. Niðurstöður þessarar rannsóknar opna því hugsanlega fyrir nýja möguleika til að spá fyrir um hjartasláttartruflanir eins og gáttaflökt og þá um leið möguleika til að nýta niðurstöðurnar í fyrirbyggjandi læknisfræði.

Rannsókn þessi er enn ein merk erfðafræðileg uppgötvun sem Öldrunarrannsókn Hjartaverndar leiðir af sér.

www.hjarta.is 01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-