-Auglýsing-

Robin Williams í hjartaaðgerð

Leikarinn og grínistinn Robin Williams þarf að gangast undir hjartaaðgerð og hefur því frestað öllum sýningum sem eftir eru af uppistandiferð hans um Bandaríkin. Leikarinn, sem er 57 ára gamall, hafði þegar tilkynnt að hann hyggðist fresta væntanlegri sýningu sinni í suður Flórída.

Í dag sendi hann frá sér nánari skýringar þar sem fram kom að hann þyrfti að gangast undir aðgerð þar sem skipta þyrfti um hjartaloku og þar af leiðandi færi sýningaplan hátt í 30 uppistanda sem hann hafði bókað fram í maí úr skorðum. Hann hyggst eftir sem áður taka aftur upp þráðinn síðar á árinu.

„Ég er snortinn af öllum þeim stuðningi sem ég finn fyrir,“ segir Williams. „Þessi uppistandsferð hefur verið ótrúlega skemmtileg og ég get ekki beðið eftir að komast á ferð aftur eftir að hafa farið í gegnum smá fínstillingar.“

Robin Williams vann óskarsverðlaun árið 1997 fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Good Will Hunting. Hann hefur verið tilnefndur fyrir þrjár aðrar kvikmyndir; Good Morning Vietnam, The Fisher King og Dead Poets Society.

Síðan í september hefur hann flakkað á milli 80 borga með uppistandsýningu sem hefur trekk í trekk selst upp samkvæmt heimasíðu grínistans.

www.mbl.is 05.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-