-Auglýsing-

Rauðvín bætir lífið – a.m.k. hjá músum

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar leiða í ljós nokkuð sem margir hafa vitað árum saman – að rauðvínsdrykkja leiðir til betra lífs, þó ekki sé það endilega lengra.

Niðurstöðurnar benda til þess að efnið resveratrol, andoxunarefni sem finnst í rauðvíni, hægir á hrörnun í hjarta, beinum og augum. Ekki var hægt að sýna fram á tengsl við langlífi, sérstaklega ekki ef rauðvínsdrykkjan hófst eftir miðjan aldur.

-Auglýsing-

Tilraunin var gerð á músum og er gerð í framhaldi rannsóknar frá árinu 2006 sem sýndi fram á að resveratrol, sem hægt er að finna í mat á borð við vínber og hnetur, bætti heilsu og jók lífslíkur eldri, of þungra músa.

Vísindamennirnir taka þó skýrt fram að rannsóknin var gerð aðeins á músum og er ekki víst að hægt sé að yfirfæra niðurstöðurnar beint yfir á mannfólkið. Heilsa þess stjórnist af mörgum mismunandi þáttum.

www.mbl.is 04.07.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-