-Auglýsing-

Rannsókn á óvæntum sköðum

Landlæknisembættið hefur nú fengið tvo styrki, samtals 700 þúsund krónur, til að gera rannsókn á tíðni óvæntra skaða á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, annars vegar frá Heilbrigðisráðuneytinu og hins vegar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðina.

Umræða um öryggi sjúklinga er vaxandi í heiminum, en upplýsingar um fjölda óvæntra skaða á sjúkrahúsum hérlendis liggja ekki fyrir. Ef niðurstöður úr erlendum rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má gera ráð fyrir 50–300 dauðsföllum árlega hér á landi vegna óvæntra skaða.

Rannsókn er nú hafin á tíðni óvæntra skaða á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri í samvinnu við viðkomandi stofnanir og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna tíðni óvæntra skaða á fyrrnefndum stofnunum. Stuðst er við rannsóknaráætlanir sambærilegra rannsókna erlendis.

Söfnun upplýsinga fer fram með skoðun 1000 sjúkraskráa sem fundnar verða með slembiúrtaki úr sjúklingabókhaldi stofnana fyrir árið 2009. Rannsóknin getur gefið innsýn í helstu orsakaþætti og faraldsfræði óvæntra skaða, en það er forsenda þess að hefja megi umbótavinnu til að draga úr þeim.

www.landlaeknir.is 19.05.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-