-Auglýsing-

“Mikil viðurkenning”

“ÞETTA er mjög mikil viðurkenning fyrir mig og meðhöfunda mína,” segir Gunnar H. Gíslason læknir um viðurkenningu bandarísku hjartasamtakanna á niðurstöðum rannsóknar sem hann fór fyrir. Samtökin hafa útnefnt þær næstmikilvægustu rannsóknarniðurstöðurnar sem birtar voru opinberlega árið 2006.

Áhætta fyrir hjartasjúklinga
Rannsóknir Gunnars og samstarfsmanna hans við hjartadeild Gentofte-háskólasjúkrahússins í Kaupmannahöfn leiddu til þeirrar niðurstöðu að notkun venjulegra gigtarlyfja í stórum skömmtum ykju umtalsvert áhættu á dauða og nýrri kransæðastíflu og svokallaðir sértækir COX-2 hemlar, sem er undirflokkur gigtarlyfja, ykju áhættuna enn meira og einnig í litlum skömmtum.

Gunnar segir að þar sem þessi lyf séu mjög algeng og jafnvel seld án lyfseðils, beri læknum að gæta sérstakrar varkárni við notkun þeirra hjá sjúklingum með þekkta hjartasjúkdóma eða aukna áhættu á hjartasjúkdómum.

Að sögn Gunnars greindi hann fyrst frá niðurstöðunum á þingi bandarísku hjartasamtakanna í Dallas í Bandaríkjunum haustið 2005 og þá hafi þær vakið mikla athygli. Þær hafi verið valdar einn af hápunktum ráðstefnunnar og sjónvarpsstöðvar eins og til dæmis CNN, NBC, ABC, CBS og aðrir fjölmiðlar með mikla útbreiðslu hafi gert mikið úr málinu.

Rannsóknin er framhald af doktorsrannsókn Gunnars. Niðurstöðurnar voru birtar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna, Circulation. Journal of the American Heart Association, í júní í fyrra og segir Gunnar að þá hafi athyglin á þeim aukist til muna um víða veröld. Niðurstöðurnar hafi til dæmis leitt til þess að bandarísku hjartasamtökin hafi tekið mið af þeim og varað hjartasjúklinga við notkun umræddra lyfja.

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is

- Auglýsing-

Morgunblaðið 21.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-