-Auglýsing-

“Einföld skoðun skiptir miklu máli”

REYNIR Björnsson læknir situr í heilbrigðisráði Knattspyrnusambands Íslands og hefur hann starfað sem læknir kvennalandsliðsins undanfarin misseri. Reynir segir að ekki sé hægt að draga þá ályktun af atburðum undanfarinna daga að það sé lífshættulegt að stunda afreksíþróttir og þar á meðal knattspyrnu.

“Miðað við þær rannsóknir sem ég hef gluggað í og kynnt mér þá virðist það vera raunin að í um 80 prósentum tilvika sé um að ræða undirliggjandi hjartagalla eða veikleika hjá þeim einstaklingum sem látast við íþróttaiðkun. Það eru því miður einhverjir með slíka galla, sumir þeirra stunda íþróttir og það vekur því meiri athygli þegar slík atvik eins og þau sem við höfum séð að undanförnu koma upp.

Síðan eru einhverjir aðrir með hjartagalla sem stunda ekki íþróttir og það kemur ekki í heimsfréttum þegar þeir falla frá. Ég held að það þurfi því ekki að hlaupa til og fara að rannsaka alla þá sem stunda keppnisíþróttir en vissulega þarf að auka eftirlitið. Stóru sérsamböndin hér á Íslandi þyrftu að taka ákvörðun um slíka framkvæmd.”

Reynir segir að landslið í boltaíþróttum fara ekki í grunnhjartarannsókn hér á landi – enn sem komið er. “Ef ég tek kvennalandsliðið sem dæmi þá væri það frekar einföld aðgerð að skima þann hóp. Þar yrði byrjað á samtölum við leikmenn þar sem farið væri í gegnum “hjartasöguna” í fjölskyldu þeirra. Blóðþrýstingsmæling og einföld hjartaskoðun í hjartalínuriti tæki síðan við. Ef eitthvað óeðlilegt kæmi í ljós í þessari grunnskoðun væri hægt að halda áfram og senda viðkomandi til hjartasérfræðings. Það er gríðarlegt eftirlit hjá þeim knattspyrnumönnum sem eru í fremstu röð í heiminum og þar sem þeir kosta mikla fjármuni þá fara þeir reglulega í skoðun – eitthvað sem ætti að vera regla hjá flestum afreksíþróttamönnum og -konum,” sagði Reynir.

Frá árinu 1971 hefur verið rætt um að rannsaka ungt íþróttafólk betur í Svíþjóð og eru Svíar í fremstu röð á því sviði í dag. Fleiri þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og íþróttafólk víðsvegar um Evrópu fer reglulega í grunnhjartaskoðun. Á stærstu alþjóðlegum mótum á vegum FIFA fara allir keppendur í gegnum slíka grunnskoðun.

Morgunblaðið 31.08.2007

- Auglýsing-
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

 

seth@mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-