-Auglýsing-

Óviðunandi bið eftir hjartaþræðingu

NÚ eru um 200 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og hefur sá fjöldi lítið breyst hin síðari ár.

“Þegar verst var voru um 250 á þessum lista en nýverið fór fjöldinn niður undir 200. Svo slaknar alltaf aðeins á þessu á sumrin vegna fría,” segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH, sem telur þetta ástand engan veginn viðunandi.
Hann segir öllum bráðatilvikum umsvifalaust sinnt þrátt fyrir þennan biðlista og þeir sem fá bráða kransæðastíflu séu því ævinlega teknir í hjartaþræðingu um leið og þeir koma inn. Ástandið á hjartadeild í sumar er að öðru leyti í nokkuð góðu lagi. Engum sjúkraplássum hefur verið lokað og sjúklingar þurfa ekki að bíða eftir kransæðavíkkun heldur eru þeir teknir inn jafnóðum. Hins vegar sé alltaf einhver bið eftir svokölluðum raflífeðlisfræðilegum rannsóknum.

Fleiri þurfa á gangráði að halda
Stuttur biðtími er eftir gangráðum en að sögn Gests hefur sú starfsemi aukist mjög mikið á síðustu árum. “Eftir því sem við eldumst þurfa sífellt fleiri á gangráðum að halda,” segir hann.

Eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Morgunblaðið 07.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-