
Kæru lesendur. Októbermánuður var okkur dálítið erfiður þar sem óprúttnir náungar gerðu það að leik sínum að koma fyrir allskyns óværu á hjartalif.is.
Sem betru fer þá eru vinir okkar í Google vel vakandi og urðum við því fljótlega varir við að ekki var allt með felldu. Google setti viðvörun inn á síðuna og við hófum mikið hreinsunarstarf.
-Auglýsing-
Því er nú lokið og Google orðnir sáttir við okkur og við höfum eflt varnir okkar enn frekar en verið hefur.
- Auglýsing-
Við vonum að þú hafir ekki orðið fyrir miklum óþægindum af þessum völdum og við höldum svo ótrauð áfram að færa ykkur fréttir og fróðleik á þessum vettvangi.
Björn Ófeigsson ritstjóri
-Auglýsing-