-Auglýsing-

Ljós í skammdeginu

Jafnvægi
Jafnvægi

Það eru margir sem finna fyrir því að lundin þyngist þegar vetur nálgast og skammdegið gengur í garð. Þó það upplifi ekki allir svo mikil einkenni depurðar, kvíða, þreytu eða orkuleysis að það valdi þeim vandræðum, þá virðist þeim gjarnan fjölga á þessum árstíma sem glíma við erfiðari líðan eða þunglyndi.

Það er auðvitað óhjákvæmilegt að við sem búum á Íslandi eigum nokkuð margar stundir í rökkri eða myrkri yfir veturinn, þannig hefur það alltaf verið og verður líklega áfram um ókomna tíð. Það er kannski hægt að kalla það eðilegt að ákveðnu marki að það þyngist lundin þegar myrkrið er mest og veðrin verst. Birta og veður getur hamlað virkni margra, ekki síst þeirra sem búa við einhverskonar hömlur. Kannski það sé jafn mikill hluti þjóðarsálar okkar að dempast um vetur og það er að rífa okkur úr fötum í 8 gráðum að vori og fara í sólbað í sundi.

Hvernig sem það er þá er gott að hafa ákveðna hluti í huga þegar skammdegið leggst yfir sálina. Við getum kannski ekkert í myrkrinu gert en það eru hlutir sem við getum gert sem eru þess megnugir að létta lund og tendra ljós í myrkri. Það er nefnilega þannig að við getum passað það að bera einungis þá byrði sem er en bæta ekki hlassi ofan á með hugarfari okkar og hegðun. Að við bætum ekki þjáningu ofan á þann sársauka sem óhjákvæmilegur er í því sem er eða við erum að ganga í gegnum. Þar nefnilega höfum við bæði val og vald.

Við þekkjum öll spurninguna um það hvort glasið sé hálf tómt eða hálf fullt? Við vitum öll að svarið mótast af því hvernig túlkað er en að bæði svörin séu þó að jöfnu sönn. Mikilvægi munurinn liggur í þeim áhrifum sem hvor túlkunin fyrir sig hefur á líðan okkar og viðbrögð. Til lengri tíma dregur það úr okkur að túlka okkur ekki í vil, það veldur kvíða að búast við erfiðleikum og það þyngir lundina að dæma sig hart. Ef jákvæðari túlkunarmöguleikar geta mögulega átt við, þá er það okkur einfaldlega gagnlegra að beina sjónum okkar þangað. Það gefur okkur nefnilega kjark að túlka sigra okkar sem vísbendingu um getu, von að hugsa til þess að alla vinda lægir að lokum og sátt að sjá að við gerðum okkar besta og að það var nóg.

Það ríkir nú skammdegi á okkur æðifögru eyju. Ég býð þér að bregðast við. Kveiktu ljós og búðu til góða og fallega birtu yfir daginn, farðu út að ganga þann stutta tíma sem sólin skín, hittu vini og fjölskyldu, gerðu það sem þér finnst gaman og ekki gleyma að horfa til þeirra fjölmörgu góðu stunda sem hægt er að búa til ef vel er að gáð. Mundu svo að þú ert ekki ein/n. Það eru margir sem vilja og geta veitt stuðning þegar þörf er á.

Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-