-Auglýsing-

Ómega-3 gagnast hvorki hjarta né heila

Prófessor við Karolinska Institutet í Svíþjóð ráðleggur fólki að kaupa frekar góðan, feitan fisk heldur en að eyða peningunum í ómega-3 fiskiolíu. Þetta kemur fram í frétt á vef Berlingske.

Lars Rydén hefur litla trú á því að hylkin með fiskiolíunni komi í veg fyrir hjartasjúkdóma, sérstaklega á meðal þeirra sem þjáist af áunninni sykursýki. „Ómega-3 fitusýrur höfðu engin áhrif á dánartíðni meðal sjúklinga með hjartasjúkdóma,“ sagði hann í viðtali við aftonbladet.se. Rydén fer fyrir einni stærstu sykursýkisrannsókn í heimi og eru niðurstöður hennar birtar í tímaritinu New England Journal of Medicine.

-Auglýsing-

Þá leiddi nýleg bresk rannsókn, sem gerð var meðal 3.500 manns yfir sextíu ára aldri, í ljós að ómega-3 fitusýrur virðast ekki koma í veg fyrir elliglöp.

Rydén segir niðurstöðurnar athyglisverðar í ljósi þess hve margir gleypi samviskusamlega ómega-3 hylki á hverjum degi í þeirri trú að fiskiolían komi í veg fyrir sjúkdóma og hægi á öldrun. Fólki sé óhætt að hætta því. „Ég vona að fólk eyði ekki peningunum sínum í ómega-3 enda engin ástæða til þess. Það er mun skynsamlegra að eyða peningnum í að kaupa góðan fisk, sem inniheldur einnig ómega-3. Fólk ætti að borða feitan fisk þrisvar í viku.“

Að sömu niðurstöðu komust breskir vísindamenn við London School of Hygiene and Tropical Medicine. Þá segir Marie Janson, sem vinnur við alzheimersrannsóknir í Englandi, að til að koma í veg fyrir elliglöp sé vænlegra að borða fjölbreyttan mat, m.a. mikið fiskmeti. „Við vitum að það sem er gott fyrir hjartað er einnig gott fyrir heilann þannig að besta ráðið er fjölbreytt mataræði og hreyfing,“ segir hún í viðtali við BBC.

Mbl.is 14.06.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-